Vilja brettagarð á Akranesi
28.08.2019
Hópur ungrar stráka á aldrinum 10-12 ára mættu á fund bæjarstjóra nú á dögunum til þess að ræða um uppbyggingu brettagarðs, (e.skate park) hér á Akranesi.
Þessi hópur ásamt fleirum stundar svokallaða brettaíþrótt og þykir þeim skortur á aðstöðu til æfinga fyrir íþróttina. Lögðu þeir áherslu á umræddur garður yrði staðsettur miðsvæðis þannig að hann væri aðgengilegur fyrir alla krakka í báðum grunnskólum á Akranesi. Sævar Freyr bæjarstjóri þakkaði þeim kærlega fyrir komuna og mun fylgja málinu eftir við kjörna fulltrúa í bæjarstjórn samhliða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.