Fréttasafn
Rauð viðvörun fyrir Faxaflóa – aftakaveður framundan
13.02.2020
Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og fleiri svæði á suðvesturhorni frá kl. 7 í fyrramálið 14. febrúar. Fólk er beðið að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Lesa meira
Esjubraut opnar fyrir umferð
12.02.2020
Seinni áfangi gatnaframkvæmda við Esjubraut frá gatnamótum Smiðjuvalla og Dalbraut að hringtorgi við Þjóðbraut átti að ljúka 1. desember síðastliðinn. Ástæður tafanna eru margþættar m.a. vegna viðbóta í greftri, fyllingu og lagnavinnu, ásamt viðbótarverka í hitaveitu og yfirborðsfrágangi, auk þess sem tíð í desember var verkinu ekki hagstæð.
Lesa meira
Danskur farkennari að störfum í grunnskólum Akraness
06.02.2020
Britta Junge danskur farkennari kom til starfa í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í byrjun árs og mun hún starfa í skólunum til loka maí.
Lesa meira
Ráðstafanir á Vesturlandi vegna kórónaveirunnar
01.02.2020
COVID19
Á Vesturlandi hafa starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar HVE fengið fræðslu um kórónaveiruna og hafa leiðbeiningar verið settar upp fyrir almenning innan stofnanna. Sjúkrahúsið á Akranesi og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi hafa fundið úrræði varðandi skoðunaraðstöðu og fyrir einangrun ef svo bæri að.
Lesa meira
Rýmri opnun Bókasafni Akraness
29.01.2020
Bókasafn Akraness mun taka upp þá nýbreytni á nýju ári að opna safnið kl. 10. 00 virka daga og bjóða upp á Opnun án þjónustu, þar til safnið opnar á hefðbundnum tíma kl. 12:00.
Á síðasta ári var starfsemi safnsins endurskoðuð...
Lesa meira
Andrea Þ. Björnsdóttir er Skagamaður ársins
28.01.2020
Á Þorrablóti Skagamanna sem haldið var þann 25. janúar síðastliðinn var Andrea Þ. Björnsdóttir útnefnd Skagamaður ársins 2019.
Lesa meira
Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar í Akralundi
28.01.2020
Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Akralundi. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir við Akralund 8-10-12-14 og 20-22-24-26 og eina parhúsalóð við Akralund 16-18. Lóðirnar eru byggingarhæfar.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 28. janúar
24.01.2020
1306. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin.
Lesa meira
Fjölmennt á íbúaþingi um atvinnulíf á Akranesi
23.01.2020
Akraneskaupstaður í samstarfi við KPMG stóð fyrir íbúaþingi í gær þann 22. janúar 2020 á Garðavöllum. Þingið fjallaði almennt um atvinnulíf á Akranesi með áherslu á uppbyggingu á Breið og nágrenni þess.
Lesa meira
Verkefni öldungaráðs Akraness á liðnu ári
23.01.2020
Öldungaráð Akraness hélt sinn fyrsta fund í apríl 2019. Ráðið hefur haldið sjö fundi ásamt því að taka þátt í ýmsum viðburðum er tengjast málefnum eldra fólks.
Lesa meira