Fara í efni  

Fréttasafn

Trésmiðjan Akur fagnar 60 ára starfsafmæli

Trésmiðjan Akur fagnaði 60 ára starfsafmæli í gær þann 20. nóvember 2019. Af gefnu tilefni færðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ásamt bæjarfulltrúunum Elsu Láru Arnardóttur, Rakel Óskarsdóttur og Báru Daðadóttur, forsvarsmönnum Akurs gjöf sem samanstóð af málverki eftir Bjarna Þór og blómvendi frá Model.
Lesa meira

Skagamenn virkir á afmælisráðstefnu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Það var ánægjulegt að á 50 ára afmælisráðstefnu SSV síðastliðinn föstudag voru Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og Ása Katrín Bjarnadóttir starfsmaður umhverfis-og skipulagssviðs öll með öflugt innlegg í dagskránna.
Lesa meira

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Fagralundi. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir við Fagralund 1 (A-B-C) og 2 (A-B-C) og þrjár parhúsalóðir við Fagralund 3A-3B, 4-6 og 5-7. Lóðirnar eru byggingarhæfar.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins þann 19. nóvember 2019

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í 18. sinn þann 19. nóvember 2019 og hefst hann kl. 17:00. Fundur bæjarstjórnar unga fólksins er öllum opin og verður sendur út á fm 95,0 og verður einnig aðgengilegur í beinni útsendingu á www.facebook.com/akraneskaupstadur.
Lesa meira

Fyrri umræðu lokið um fjárhagsáætlun 2020 – lækkun fasteignagjalda og hækkanir í samræmi við lífskjarasamninga

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021 til 2023 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness þriðjudag 12. nóvember. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023 lögð fyrir. Bæjarstjórn Akraness samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 10. desember næstkomandi.
Lesa meira

Lokaráðstefna í Norræna verkefninu sem Akranes hefur tekið þátt í um litla og meðalstóra bæi á Norðurlöndunum

Dagana 17. og 18. október síðastliðinn fór fram lokaráðstefna í Norræna verkefninu sem Akraneskaupstaður hefur tekið þátt í síðastliðinn tvö ár. „Attractive towns. Green redevelopment, competitive Nordic urban regions“
Lesa meira

Akstursleið að Garðalundi lokað tímabundið

Búið er að loka fyrir akstursleið að Garðalundi frá Ketilsflöt. Verið er að vinna við að tengja saman stíga á svæðinu. Akstursleiðin verður lokuð fram að helgi ef áætlanir ganga eftir. Biðjumst velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem lokunin kanna að hafa í för með sér.
Lesa meira

Sóknaráætlun Vesturlands er aðgengileg í samráðsgátt

Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember

1302. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Velheppnað ungmennaþing

Ungmennaráð Akranes hélt ungmennaþing í samstarfi við Þorpið föstudaginn 1. nóvember sl. Á þinginu var kallað eftir skoðunum og áliti ungmenna á ýmsum málefnum er varða þeirra hag.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00