Fréttasafn
Tilkynning frá Veitum - Kaldavatnslaust á Einigrund 29. júní
28.06.2023
Framkvæmdir
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust Einigrund þann 29.06.23 frá klukkan 09:00 til klukkan 15:00.
Lesa meira
Akranesstrætó - breytt akstursleið frá 30. júní vegna götulokana
28.06.2023
Vegna lokana á götum á Írskum dögum og málningavinnu eftir hátíðina, verður akstursleiðum 1 og 2 fyrir Akranesstrætó breytt frá fös 30. júní.
Breyting er sýnd á meðfylgjandi aksturleiðakortum, fyrir leið 1 og 2. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira
Götulokanir á írskum dögum
26.06.2023
Framkvæmdir
Upplýsingar um götulokanir í tengslum við hátíðahöld á Írskum dögum 2023, föstudaginn 30. júní kl. 12:00 verða settar upp götulokanir og þær teknar niður að hluta til Laugardaginn 1. júlí kl. 23:30 sjá meðfylgjandi mynd.
Lesa meira
Lokun Suðurgötu vegna gatnaviðhalds og malbikunar
26.06.2023
Framkvæmdir
Á morgun þriðjudaginn 27. júní mun Suðurgata loka fyrir umferð vegna gatnaviðhalds og malbikunar. Gatnamót Suðurgata-Merkigerði munu einnig loka.
Lesa meira
Dagskrá írskra daga komin í loftið
23.06.2023
Nú er dagskrá írskra daga komin í loftið, hægt er að sjá nánari upplýsingar um dagskrána inni á www.skagalif.is og inni á facebook - síðu írskra daga.
Lesa meira
Leikskólinn Garðasel formlega vígður
22.06.2023
Formleg vígsla á leikskólanum Garðaseli fór fram í dag, um 1000 manns hafa nú þegar heimsótt leikskólann frá því hann opnaði og hafa undirtektirnar verið frábærar.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness - vegna banns við hvalveiðum
21.06.2023
Stjórnsýsla
Bæjarstjórn Akraness sendi frá sér ályktun: Bæjarstjórn Akraness furðar sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann við hvalveiðum sem tilkynnt var í gærmorgun.
Lesa meira
Matjurtagarðar tilbúnir til notkunar
19.06.2023
Matjurtagarðar hafa nú verið unnir og eru tilbúnir til notkunar.
Lesa meira
Tilkynning frá Veitum - Heitavatnslaust vegna viðgerðar mánudaginn 19. júní n.k.
19.06.2023
Framkvæmdir
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Einigrund, Lerkigrund og Espigrund þann 19.06.23 frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00.
Lesa meira
Bæjarlistamaður Akraness 2023 - Eva Björg Ægisdóttir
17.06.2023
Bæjarlistamaður Akraness árið 2023 er rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir.
Eva Björg fæddist á Akranesi árið 1988 og ólst hér upp, enda nýtir hún sér óspart innsýn sína í bæði staðhætti og bæjarbraginn hér á Akranesi við að skapa sögusvið skáldsagna sinna. Eva hefur fengist við skriftir frá unga aldri og á unglingsaldri hlaut hún m.a. verðlaun í smásagnasamkeppni í Grundaskóla.
Lesa meira