Fara í efni  

Fréttasafn

Álagning fasteignagjalda ársins 2021

Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2021 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga hafa verið gefnir út. Gjalddagar fasteignagjalda sem eru umfram kr. 25.000 fyrir árið 2020 eru 15. hvers mánaðar frá janúar til og með október. Gjalddagi fasteignagjalda sem eru undir kr. 25.000 er 15. apríl. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Lesa meira

Lokun göngustígar milli Þjóðbrautar og Dalbrautar

Loka þarf göngustíg milli þjóðbrautar og Dalbrautar um óákveðin tíma. Er það vegna framkvæmda við lóð númer 5 við Þjóðbraut og lóð númer 6 við Dalbraut.
Lesa meira

Tilkynning frá Sementsverksmiðjunni vegna óhapps

Sementsverksmiðjan ehf. hefur fengið verkfræðistofuna Eflu til að meta raunveruleg áhrif óhapps í einu af sílóum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi þann 5. janúar sl. á umhverfi og loftgæði. Óhappið leiddi til þess að sementsryk barst um nágrenni verksmiðjunnar.
Lesa meira

Nýtt skipurit Akraneskaupstaðar tók gildi þann 1. janúar 2021

Nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar var samþykkt á 1324. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember og tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Markmið breytinganna er að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.
Lesa meira

Akraneskaupstaður hækkar framlag til barna- og unglingastarfs ÍA

Akraneskaupstaður hefur um langt árabil stutt vel við rekstur Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þess. Þessu til staðfestingar hefur verið í gildi samningur á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness til stuðnings reksturs ÍA og samskipti ÍA og Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Opnun þjónustuvers - skertur opnunartími

Í kjölfar rýmkunar á samkomutakmörkun mun þjónustuver Akraneskaupstaðar opna að nýju.  Í fyrstu mun það verða skertur opnunartími frá kl. 9 - 12, alla virka daga.
Lesa meira

Breytingar á gjaldskrám Akraneskaupstaðar frá og með 1. janúar 2021

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 15. desember síðastliðinn gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn.
Lesa meira

Viltu vinna með börnum? Akraneskaupstaður leitar eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi

Akraneskaupstaður leitar eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi.
Lesa meira

Fundur Akraneskaupstaðar með forsvarsmönnum Sementsverksmiðjunnar vegna óhapps

Í gær þann 11. janúar 2021 komu Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar á sameiginlegan fund bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs og gerðu grein fyrir málavöxtum, ástæðum óhappsins, viðbrögðum, úrvinnslu og aðgerðum Sementsverksmiðjunnar í framhaldinu.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. janúar

1325. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þriðjudaginn 12. janúar kl. 17:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fylgjast með beinni útsendingu HÉR.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00