Fréttasafn
Hefur þú áhyggjur af barni?
09.09.2020
Á Íslandi gilda barnaverndarlög sem gera ráð fyrir því að börn fái þá vernd og umönnun sem þau þurfa. Öll börn eiga rétt á að vera örugg og líða vel. Ást og umhyggja er börnum nauðsynleg og tilfinningaleg tengsl hafa bein áhrif á þroska barna. Öll börn eiga rétt til náms og eiga rétt á að mæta ...
Lesa meira
Uppgjör Akraneskaupstaðar fyrir fyrstu sex mánuði 2020
09.09.2020
Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, var neikvæð um samtals -28,2 m.kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -92,5 m.kr. Framlegð tímabilsins, eða EBITDA, nam samtals 89,4 m.kr. og nemur framlegðarhlutfallið því 2,2% á fyrstu sem mánuðum ársins.
Lesa meira
Áskorun bæjarstjórnar Akraness til ríkisstjórnar Íslands
09.09.2020
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 8. september 2020 svohljóðandi áskorun til ríkisstjórnar Íslands.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 8. september
04.09.2020
1317. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. september kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2020 - opnað fyrir umsóknir
02.09.2020
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála.
Lesa meira
Faxabraut - framkvæmdir
01.09.2020
Framkvæmdir
Framkvæmdir við Akranesveg ( 509 ): Faxabraut, endurgerð og grjótvörn, eru hafnar. Verktaki er Borgarverk ehf, Borgarnesi. Framkvæmdir hófust við námuvinnslu í 35. viku. Vinna við að leggja bráðabirgðaveg meðfram Faxabraut byrjaði núna í þessari viku.
Lesa meira
Auglýsing um skipulag Skógarhverfis áfangi 3A og Garðalundar-Lækjarbotna
28.08.2020
Skipulagsmál
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti 20. júlí s.l að auglýsa eftirtaldar skipulagstillögur í samræmi við 31. og 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.:
Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, deiliskipulag Skógarhverfis, áfanga 3A og deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna
Lesa meira
Höfðasel - lokun vegna framkvæmda
28.08.2020
Unnið er að lagfæringum við Höfðasel. Verið er að endurnýja götuyfirborð á gatnamótum Höfðasels og Akrafjallsvegar. Þessi hluti Höfðasels er aðkoma að gámasvæði, aðkoma að svæði þar sem íbúar losa garðaúrgang og leiðin að Akrafjalli.
Lesa meira
Styrkir til að vinna viðskiptaáætlun um nýsköpunarverkefni
26.08.2020
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum frá frumkvöðlum og starfandi fyrirtækjum um styrki til að vinna viðskiptaáætlun um nýsköpunarverkefni.
Veittir verða 5 styrkir að fjárhæð 500.000 kr. hver til kaupa á ráðgjöf við að vinna fullmótaða viðskiptaáætlun.
Lesa meira