Fara í efni  

Fréttir

Upplýsingar frá Almannavörnum Vesturlands vegna COVID-19

Aðgerðastjórn á Vesturlandi fundar nær daglega vegna COVID-19. Stefnt er að því að setja inn daglega upplýsingar um stöðu mála á Vesturlandi, sbr. neðangreind tafla en tölur miðast við staðsetningu á heilsugæslustöð.
Lesa meira

Íþróttamannvirki loka frá og með 24. mars

Samkvæmt fyrirmælum Heilbrigðisyfirvalda loka eftirfarandi mannvirki frá og með 24. mars nk.
Lesa meira

Allt íþróttastarf fellt niður ótímabundið

Í dag þann 20. mars bárust yfirlýsingar frá Heilbrigðisráðuneytinu í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og frá ÍSÍ og UMFÍ varðandi íþróttastarfsemi á landinu á meðan á farsótt stendur. Akraneskaupstaður og ÍA vilja að öllu leyti fara að tilmælum þessara aðila og sóttvarnarlæknis og því mun formlegt íþróttastarf á Akranesi falla niður um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Samkomubann og börn - tilmæli Almannavarna

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa sent frá sér svohljóðandi tilkynningu foreldra varðandi samkomubann og börn: Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 24. mars

1310. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16­18, þriðjudaginn 24. mars kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna falla allir niður vegna samkomubanns sem er í gildi til og með 13. apríl.
Lesa meira

Endurvinnsla Fjöliðjunnar lokar tímabundið

Í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu verður endurvinnsla dósa hjá Fjöliðjunni lokuð tímabundið. Lokunin er frá hádegi þann 19. mars og verður lokað a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi.
Lesa meira

Búkolla lokar tímabundið

Í ljósi þeirra aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu verður Nytjamarkaðurinn Búkolla lokuð tímabundið, a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi. Ekki verður tekið við munum á meðan lokun stendur yfir en fatagámar fyrir utan húsnæði Búkollu og Búkollugámurinn hjá Terra eru opnir á meðan pláss leyfir.
Lesa meira

Samþykkt deiliskipulags Smiðjuvalla

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 10. mars 2020, deiliskipulag Smiðjuvalla vegna lóða við Smiðjuvelli 12, 14, 16, 18, 20 og 22. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagssaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Lokið - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar óskar eftir tilboðum í Reiðhöll

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar óskar eftir tilboðum í Reiðhöll hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi. „Límtrésburðarvirki, klæðningareiningar og ytri frágangur“.
Lesa meira

Ráðstafanir í íþróttamannvirkjum vegna Covid-19 og samkomubanns

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru þarf að grípa til aðgerða. Skólum og frístundastarfi hafa verið sett viðmið í starfsemi sem þarf að uppfylla og þeir stilla sér í framlínu sem hluti af almannavörnum landsins. Grunn- og leikskólastarfið verður með gjörbreyttu sniði og mjög takmarkað.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00