Forsetakosningar 2016
22.06.2016
Kjörfundur vegna forsetakosninga 25. júní 2016 fer fram í Brekkubæjarskóla og hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00.
Lesa meira
Tilkynning til íbúa - framkvæmdir í Jörundarholti
21.06.2016
Skipulagsmál
Frá 22. júní og fram í júlí verður unnið við að gera bílastæði í Jörundarholti, þ.e. í vestur hluta Jörundarholts þar sem nú er malarplan. Grafið verður fyrir nýju bílastæði og það fyllt upp með malarfyllingu. Einnig verður komið fyrir niðurföllum og lögnum, bílastæðið malbikað, kantsteinn steyptur og yfirborðið í kringum svæðið jafnað og þökulagt.
Lesa meira
Þjóðhátíðardagurinn á Akranesi
21.06.2016
Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Akranesi þann 17. júní. Þjóðleg dagskrá var við Byggðasafnið í Görðum fyrir hádegi þar sem gestir sem mættu í þjóðbúningum ......
Lesa meira
Þjóðlagasveitin Slitnir strengir fær útnefningu sem bæjarlistamaður Akraness 2016
16.06.2016
Slitnir strengir, þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi fékk í dag útnefningu sem bæjarlistamaður Akraness árið 2016 og tók Skúli Ragnar Skúlason stjórnandi sveitarinnar á móti viðurkenningunni...
Lesa meira
Hallbera fjallkona á Akranesi
16.06.2016
Glæsileg hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna fer fram á Akranesi í dag. Í morgun var bæjarbúum boðið upp á þjóðlega dagskrá við Byggðasafnið í Görðum og eftir hádegi var skrúðganga ...
Lesa meira
Framkvæmdir á Breið
16.06.2016
Um þessar mundir er unnið að því að þökuleggja útvistarsvæðið við Breið í samræmi við hönnun Landslags ehf. Þökulagt er beggja megin við timburbryggjuna og meðfram veginum út að Hafbjargarhúsinu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í næstu viku.
Lesa meira
Skólastjórar kvaddir
16.06.2016
Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi voru kvödd af bæjarstjóra og samstarfsfélögum í hópi sviðsstjóra og forstöðumanna í gær, miðvikudaginn 15. júní.
Lesa meira
Guðmundur Óli Gunnarsson nýr skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi
16.06.2016
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 13. júní að ráða Guðmund Óla Gunnarsson í stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi.
Lesa meira
Kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016
16.06.2016
Forsetakosningar fara fram 25. júní n.k. Kjörskrá hefur verið lögð fram í bæjarstjórn og samþykkt. Kjörskráin er opin almenningi til skoðunar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, á skrifstofutíma f.o.m. 15. júní fram til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er...
Lesa meira
Dagskrá 17. júní á Akranesi
14.06.2016
Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní. Dagurinn hefst með þjóðlegum morgni á Byggðasafninu þar sem gestir í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning. Sýningin Brúðir opnar í Guðnýjarstofu og ýmislegt verður gert fyrir börnin, s.s. andlitsmálun og teymt verður undir börnin.
Lesa meira