Bæjarstjórnarfundur 24. maí
20.05.2016
1235. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Breytt staðsetning stoppistöðvar Strætó við Akratorg
20.05.2016
Skipulagsmál
Stoppistöð strætisvagna við Suðurgötu 64 verður færð tímabundið á Skólabraut á meðan framkvæmdir við rif á Suðurgötu 64 standa yfir. Meðfylgjandi mynd sýnir hvar stoppistöðin verður staðsett.
Lesa meira
Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akranesi
20.05.2016
Akraneskaupstaður veitir 10,9 milljónum til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.
Lesa meira
Félagsstarf aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40
20.05.2016
Félagsstarfið verður með hefðbundnu sniði út júnímánuð. Opið verður alla virka daga frá kl. 13-16. Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar eru ætlaðir fólki eldri en 67 ára. Þriðjudagar eru ætlaðir fyrir öryrkja.
Lesa meira
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir 513 milljónir á árinu 2016
18.05.2016
Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs um endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun á fundi sínum þann 10. maí síðastliðinn. Áætlunin var upphaflega samþykkt í desember en aðkallandi verkefni eins og fjölgun skólastofa við Grundaskóla og endurnýjun grasvalla við bæði Grundaskóla
Lesa meira
Lausir reitir í kartöflugörðum á Akranesi
18.05.2016
Reitir í kartöflugörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2016. Í boði eru 100 fermetra reitir sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reitir sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 26. maí n.k. Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar og er eingöngu fyrir íbúa sem hafa lögheimili á...
Lesa meira
Tjaldsvæðið á Akranesi opnaði formlega um síðustu helgi
18.05.2016
Tjaldsvæðið á Akranesi við Kalmansvík opnaði formlega um síðustu helgi. Það voru rúmlega 30 gestir sem heimsóttu tjaldsvæðið þessa fyrstu opnunarhelgi og eru margir þeirra fastagestir.
Lesa meira
Starf blásara/tréblásturskennara við Tónlistarskólann á Akranesi
18.05.2016
Blásara/tréblásturskennari óskast til starfa í allt að 75% starf við Tónlistarskólann á Akranesi frá 1. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningum FT eða FÍH. Helstu verkefni eru m.a. kennsla á tréblásturshljóðfæri (klarínett, saxófón) og vinna með blásarasveit skólans.
Lesa meira
Laust starf sálfræðings við sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs
18.05.2016
Sálfræðingur óskast til starfa við sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar frá 1. ágúst 2016. Laun eru í samræmi við kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.
Lesa meira
Óskað er eftir tillögum um bæjarlistamann Akraness árið 2016
18.05.2016
Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar ákvað á 28. fundi sínum þann 17. maí sl. að óska eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2016.
Lesa meira