Fara í efni  

Bæjarstjórn

1261. fundur 10. október 2017 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Aðalsk. - Dalbraut og Þjóðbraut breyting

1701216

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 2. október 2017, var fjallað um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2011 sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 20. júlí 2017. Athugasemdafrestur var til 7. september 2017.
Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna svæðisins Dalbraut-Þjóðbraut og að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt: 9:0.

2.Deilisk. Dalbraut - Þjóðbraut

1405059

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 2. október 2017, var fjallað um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar-Þjóðbrautar sem var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 3. ágúst 2017 en skipulagið var upphaflega staðfest 1988.
Breytingin felst í því að skipulagssvæðið er minnkað til samræmis við deiliskipulag Dalbrautarreits, sem auglýst var 20. júlí 2017. Athugasemdafrestur var til 21. september 2017.

Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi við Dalbraut-Þjóðbraut.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og að auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

3.Deilisk. Dalbraut - Þjóðbraut

1405059

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 2. október 2017, var fjallað um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits sem auglýst var skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 20. júlí 2017. Athugasemdafrestur var til 7. september 2017.
Tvær athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan með tilteknum breytingum sem koma til móts við framkomnar athugasemdir verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda eftir að breyting á aðalskipulagi sama svæðis hefur verið staðfest. Jafnframt er eldra deiliskipulag svæðis milli Dalbrautar, Stillholts og Þjóðbrautar, sem samþykkt var 12. desember 2006 með síðari breytingum, fellt úr gildi.

Þar sem breytingar frá auglýstri tillögu eiga ekki við meginatriði tillögunnar, fela í sér minnkað byggingarmagn og draga úr neikvæðum áhrifum á aðliggjandi byggð þarf ekki að auglýsa tillöguna að nýju.
a) Athugasemd dags. 26. júlí 2017 frá Berglindi Ernu Þórðardóttur og Jes Friðrik Jessen Dalbraut 15.
b) Athugasemd dags. 31. ágúst 2017 frá stjórn FEBAN.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra dags. 2.október 2017 sem svör við framkomnum athugasemdum við deiliskipulagið og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir eftirtaldar breytingar á deiliskipulagstillögunni:

Með hliðsjón af athugasemdum, sem bárust á auglýsingatímanum, samþykkir skipulags- og umhverfisráð eftirtaldar breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Dalbrautarreits:

-Vesturálmur Dalbrautar 6 og 8 verði lækkaðar þannig að þær verði þriggja hæða með efstu hæð inndregna. Með breytingunni minnkar skuggavarp á nálægar lóðir verulega. Byggingarmagn er minnkað um rúmlega 700 m² og íbúðum fækkað um 8 (miðað við um 90 m² meðalstærð).

-Dalbraut verði útfærð miðað við hámarkshraða 30 km/klst. Með því verður umferðaröryggi aukið og komið í veg fyrir hraðakstur í götunni.

- Breyting á skilmálum Dalbrautar 4, kafli 3.3.4: Heimilt verði að auka lofthæð á allri jarðhæð Dalbrautar 4 þannig að gólf verði sem næst í gangstéttarhæð og bílakjallari alveg niðurgrafinn. Breytingin felur hvorki í sér aukið byggingarmagn né hækkun húss.

Tillagan er í samræmi við sambærileg svæði á miðsvæðum og er svo breytt ekki talin fela í sér verulega skerðingu eða inngrip í aðstöðu nágranna og eignaréttindi. Ný þétt og blönduð byggð á svæðinu mun hafa jákvæð áhrif á íbúaþróun, húsnæðismál og atvinnulíf á Akranesi og er það vegið á móti neikvæðum áhrifum á nálæga íbúðarbyggð vestan Dalbrautar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda eftir að breyting á Aðalskipulagi sama svæðis hefur verið staðfest.
Jafnframt er eldra deiliskipulag svæðis milli Dalbrautar, Stillholts og Þjóðbrautar, sem samþykkt var 12. desember 2006 með síðari breytingum, fellt úr gildi.

Þar sem breytingar frá auglýstri tillögu eiga ekki við meginatriði tillögunnar, fela í sér minnkað byggingarmagn og draga úr neikvæðum áhrifum á aðliggjandi byggð þarf ekki að auglýsa tillöguna að nýju.


Forseti bar upp tillögu að ályktun bæjarstjórnar sem var svohljóðandi:

"Það er einlægur og staðfastur vilji bæjarstjórnar Akraness að á Dalbraut 4 verði aðstaða fyrir félagsstarfsemi eldri borgara."

Sigríður Indriðadóttir (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir (sign)
Kristín Helga Ólafsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Gunnhildur Björnsdóttir (sign)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Ingibjörg Pálmadóttir (sign)
Þórður Guðjónsson (sign)

Bæjarfulltrúar (sign)


Til máls tóku:
EBr og IV.

Bæjarstjórn samþykkir að framlögð greinargerð sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs verði svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum.Breytingin felur hvorki í sér aukið byggingarmagn né hækkun húss.

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu, með áorðnum breytingum eftir auglýsingartíma, að breytingin verði send skipulagsstofnun til yfirferðar og birtingu gildistöku hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi ályktun bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0.

4.Deilisk. Akratorgsreitur - Merkigerði 2 breyting

1708148

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs var fjallað um breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Merkigerðis 2. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti frá 28. ágúst til 28. september 2017. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók EBr.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og verði send Skipulagsstofnun og gildistakan auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

5.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs á Akranesi

1706042

Á 3221. fundi bæjarráðs þann 28. september 2017 samþykkti ráðið tilboð Íbúðalánasjóðs um kaup á eigninni að Einigrund 8, íbúð 20102, samtals að fjárhæð 18,5 mkr.

Bæjarráð samþykkti með ákvörðun sinni breytingu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 sem hækkar áætlunina úr 759 mkr. í 777,5 mkr og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísaði ákvörðuninni til samþykktar í bæjarstjórn og staðfestingar í viðauka.
Bæjarstjórn samþykkir hækkun á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 sem verður 777,5 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0.

6.Alþingiskosningar 28. október 2017

1709115

Tillaga um gerð og frágang kjörskrár vegna Alþingiskosninga 28. október 2017 ásamt afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kjörskrá en alls eru 5.091 á kjörskrá, konur samtals 2.513 og karlar samtals 2.578.

Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingskosninga þann 28. október nk. í samræmi við 24. gr. laga númer 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjórstjórna og annarra starfsmanna.

Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3221. fundargerð bæjarráðs frá 28. september 2017.
Til máls tók:
ÞG um lið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

70. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

70. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 2. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - Höfði

1701010

76. fundargerð Höfða frá 25. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2017 - Orkuveita Reykjavíkur

1701023

248. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. ágúst 2017.
Til máls tóku:
IP um liði nr. 2, nr. 5 og nr. 6.
ÓA um liði nr. 2, nr. 5. og nr. 6.
IV minnti á fyrri fyrirspurn sína varðandi leigusamning Orkuveitu Reykjavíkur húsnæðinu að Bæjarhálsi nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00