Fara í efni  

Framkvæmdir á Sementsreit um helgina

Akraneskaupstaður vekur athygli íbúa á því að fyrirhugað er að fara í frekari aðgerðir við að fella leðjugeymana næstkomandi laugardag, þann 6. janúar, á meðan bjart er. Ef þau áform breytast verður send sérstök tilkynning þar um.
Lesa meira

Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness

Þrettándabrennan verður haldin laugardaginn 6. janúar við þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst kl. 17 við Þorpið, Þjóðbraut 13. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17:30. Að því loknu býður ÍA gestum í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem val á Íþróttamanni Akraness...
Lesa meira

Tómstundaframlag Akraneskaupstaðar hækkar

Frá 1. janúar 2018 hækkar tómstundaframlag Akraneskaupstaðar um kr. 10.000 og verður framlag kaupstaðarins til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna kr. 35.000 fyrir eitt barn. Tómstundaframlagið hækkar síðan um 25% fyrir annað barn og aftur um 25% við þriðja barn.
Lesa meira

Faxabraut lokuð áfram út þessa viku

Faxabraut, frá Jaðarsbraut og að Akraneshöfn, verður lokuð áfram út þessa viku vegna framkvæmda við niðurrif á Sementssvæðinu. Lokunin varir þar til búið er að rífa sílóin sem ekki tókst að fella með sprengiefni í síðustu viku.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2018

Sorphirðudagatal fyrir árið 2018 er nú aðgengilegt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Kynntu þér dagatalið hér!
Lesa meira

Jólatré sótt 8.-9. janúar

Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 8.-9. janúar næstkomandi og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem falla til vegna nýárs- og þrettándagleði.
Lesa meira

Kosning um Íþróttamann Akraness árið 2017

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2017. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Búið er að opna fyrir kosningu um val á Íþróttamanni Akraness og er kosningin opin frá 21. desember til og með 3. janúar. Eyðublað og frekari upplýsingar um aðila sem tilnefndir eru, má nálgast hér.
Lesa meira

Hlé á framkvæmdum á Vesturgötu

Yfir jól og áramót verður gert hlé á framkvæmdum við síðasta kafla á endurgerð Vesturgötu. Stefnt að því að framkvæmdir hefjist á ný í byrjun janúar. Eins og áður hefur komið fram er endurbygging Vesturgötu milli Stillholts og Merkigerðis með þeim stærri framkvæmdaverkefnum sem Akraneskaupstaður sinnir á árinu 2017.
Lesa meira

Aðventuævintýri á Akranesi

Föstudaginn 15. desember kl. 20:00 er Skagamönnum og öðrum gestum boðið að koma í Garðalund og upplifa sannkallað aðventuævintýri. Kveikt verður á ljósunum hans Gutta, Guðbjarts Hannessonar, fyrrverandi skólastjóra Grundaskóla, sem Hollvinasamtök Grundaskóla standa fyrir. Því næst verður leitað að
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa nú opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Á heimasíðu SSV kemur fram að sjóðurinn veitir verkefnastyrki á sviði menningar, stofn- og rekstrarstyrki menningarmála og styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Verkefnastyrkjum á sviði menninga...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00