Akraneskaupstaður fær styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
12.03.2018
Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur ákveðið að styrkja verkefnið: Aðlaðandi bæir, umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði.
Lesa meira
Nýr göngustígur að Garðalundi
12.03.2018
Nýlega var göngustígur kláraður meðfram Ketilsflöt að beygjunni í Garðalund. Verktaki var Þróttur og er stefnt fljótlega að fara í frágang á svæðinu sitthvoru megin við stíginn. Í framhaldinu verður lagður stígur alveg að Garðalundi sem og einnig að nýju frístundahúsi á golfvellinum.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 13. mars
09.03.2018
1270. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Samtals 7,7 milljónum úthlutað til íþrótta- og menningarmála
09.03.2018
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2018 tillögur skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar um styrkveitingar til íþrótta- og menningarmála að andvirði 7,7 m.kr. Um er að ræða úthlutun styrkja úr sjóði atvinnu-, íþrótta- og menningarmála en auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember með umsóknarfrest til 17. desember síðastliðinn.
Lesa meira
Lýsing á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Grenja
07.03.2018
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 27. febrúar 2018 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grenja H3 hafnarsvæði samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Fyrirhuguð er stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt.
Lesa meira
Umsækjendur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja
02.03.2018
Akraneskaupstaður auglýsti starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í byrjun febrúar. Umsóknarfrestur rann út þann 25. febrúar síðastliðinn og eru umsækjendur 17 talsins. Ráðningarferli stendur yfir.
Lesa meira
Lokið - Opið hús á bæjarskrifstofunni vegna fyrirhugaðar breytinga á deiliskipulagi Flóahverfis
01.03.2018
Skipulagsmál
Opið hús verður haldið 6. mars n.k. frá kl. 12:00 til 18:00, að Stillholti 16-18, 1. hæð. Kynntar verða fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Flóahverfis. Breytingin felst í að bæta við götu og veita tímabundna heimild fyrir starfsmannabúðir.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 27. febrúar
23.02.2018
1269. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira
Gáma lokar 23. febrúar fyrr vegna veðurs
23.02.2018
Það tilkynnist hér til íbúa á Akranesi að Gámaþjónusta Vesturlands ákvað í um kaffileitið að loka söfnunarsvæði Gámu það sem eftir er dags, þar sem veður er orðið mjög vont og vindátt þannig að miklar hviður geta orðið á leiðinni þarna uppeftir.
Lesa meira
Innritun í grunnskóla skólaárið 2018-2019
21.02.2018
Innritun barna í grunnskóla á Akranesi sem hefja skólagöngu næstkomandi haust er nú lokið. Í íbúagátt Akraneskaupstaðar, www.ibuagatt.akranes.is, geta forráðamenn nálgast tilkynningu þess efnis. Hægt er skrá sig inn í íbúagáttina með rafrænum skilríkum eða íslykli. Forráðamenn velja þegar innskráningu lýkur
Lesa meira