Bæjarráð
1.Brú við Breið - ráðstöfun
1006122
2.Fundargerðir stjórnar Akranesstofu 2010
1006135
Lögð fram til kynningar.
3.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2010
1006132
Lögð fram til kynningar.
4.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir
1004066
Lögð fram til kynningar.
5.Fundargerðir OR - 2010
1002247
Lögð fram til kynningar.
6.Aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
905017
Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu gerði grein fyrir fundinum sem hann sat sem fulltrúi Akraneskaupstaðar.
7.Aðalfundarboð OR 2010
1006112
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum í samræmi við 3. gr. laga nr. 139/2001 um Orkuveitu Reykjavíkur.
8.Faxaflóahafnir - ársreikningur
1003015
Upplýst var að forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, var fulltrúi Akraneskaupstaðar á ársfundi hafnarinnar sem haldinn var þann 23. júní s.l.
9.Eðlisfræði - landskeppni
1005048
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en bendir jafnframt á að Akraneskaupstaður hefur nú þegar styrkt umrætt verkefni. Fjölskylduráði falið að taka til endurskoðunar gildandi reglur um afreksstyrki.
10.Sameiningarmál sveitarfélaga
1002194
Lögð fram.
11.Íþróttamannvirki - starfshópur
1006118
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipa starfshóp sem fái það verkefni að meta þarfir Akraneskaupstaðar og íþróttahreyfingarinnar á Akranesi um uppbyggingu íþróttamannvirkja næstu árin og setja fram tillögur um hana og samstarf þessara aðila.
Skipað verði í starfshópinn að loknum komandi bæjarstjórnarkosningum. Skal einn koma frá hverju framboði sem á fulltrúa í bæjarstjórn og jafnmargir frá Íþróttabandalagi Akraness. Bæjarráð skal útbúa erindisbréf fyrir starfshópinn sem lagt skal fyrir bæjarstjórn.
Starfshópurinn skal leggja mat á núverandi íþróttaaðstöðu í eigu Akraneskaupstaðar og aðstöðu félaga innan Íþróttabandalags Akraness, greina þarfir þeirra fyrir aðstöðu á næstu fimm árum. Starfshópurinn skal á grundvelli þeirrar niðurstöðu leggja fyrir bæjarstjórn tillögur að forgangsröðun verkefna og gróft kostnaðarmat á þeim.
Starfshópurinn skal skila niðurstöðum ekki síðar en 1. nóvember 2010.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
12.Akranesstofa - Markaðsmál
1006117
Tómas gerði grein fyrir helstu málum sem snúa að rekstri Akranesstofu og störfum sínum sem verkefnastjóra.
13.Aðalskrifstofa - rekstraryfirlit 2010
1006125
Lagt fram.
14.Akranesstofa - rekstraryfirlit 2010
1006124
Lagt fram.
15.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og vísar erindinu til úrvinnslu fjármálastjóra við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir annan ársfjórðung 2010.
16.Gatnagerðargjöld-eldri lóðir
1006081
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
17.Hreinsun opinna svæða.
1004093
Bæjarráð samþykkir erindið, fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
18.Jaðarsbakkalaug - viðbótaropnun
1002235
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Bókun frá Einari Brandssyni:
Er sammála því að opnunartími íþróttmannvirkja verði lengdur frá því sem nú er enda hafi það verið í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar að endurskoða opnunartíma íþróttamiðstöðva.
19.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir o.fl. 2010.
1001149
Málið rætt.
20.Landslög - viðræður
1006123
Ívar gerði bæjarráði grein fyrir þeim málum sem Landslög eru nú að vinna að sem hagsmunagæsluaðili fyrir Akraneskaupstað.
21.Írskir dagar 2010.
1006074
Tómas gerði grein fyrir fyrirliggjandi dagskrá Írskra daga sem haldnir verða í byrjun júlí n.k. Rætt var einnig um gæslu á tjaldsvæðum og þeim þáttum sem snúa að öryggisgæslu umræddra daga.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til gæslu og þrifa í bænum á Írskum dögum að upphæð kr. 2.000.000,- og fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir að hætt verði við að nýta umrædda brú á þeim stað sem fyrirhugað var, þ.e. að "gamla vitanum". Þess í stað verði brúin nýtt t.d. við kartöflugarða bæjarins, í skógræktinni við Klapparholt og yfir ýmsa skurði í bæjarlandinu.