Göngu- og hjólaleiðir
Hér má sjá Götukort frá Akranesi.
Baskaganga
Baskaganga er rúmlega tveggja kílómetra leið um söguslóðir frá Presthúsum að Innstavogi. Gengið á milli skilta sem standa þar sem áður voru bæir en eru nú horfnir á gönguleiðinni á útivistarsvæðinu við Elínarhöfða. Á skiltunum er stuttur fróðleikur um hvert og eitt hús sem og fallegt málverk eftir Baska af húsunum. Skiltin eru fimm talsins.