Ratleikur um Akranes
Nýr snjallsímaratleikur um Akranes var tekinn í gagnið á Írskum dögum 2020. Leikurinn er aðgengilegur í appinu RATLEIKJA APPIÐ fyrir Android og Apple:
Leikurinn er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna að taka þátt, hjól eru tilvalinn ferðamáti en það má nýta það sem hentar hverjum og einum. Leikurinn hleður ekki niður neinum upplýsingum um notendur en til að geta spilað leikinn þarf að gefa appinu aðgang að staðsetningu (location) og myndavél símtækisins.