Listfélag Akraness
Listfélag Akraness var stofnað árið 2023.
Tilgangur félagsins er að efla kynni og stuðla að samvinnu listamanna á Akranesi, m.a. með sýningum. Efla umræðu um listir og auka þekkingu og fræðslu. Efla vitund bæjarbúa um þá miklu grósku sem er í listum á Akranesi.
Félagið hefur staðið fyrir glæsilegum samsýningum á Vökudögum og bauð Akurnesingum og góðum gestum í Menningarstrætó sem er nýjung á Vökudögum.
Félagið tekur vel á móti öllum listamönnum af öllu tagi!