Fara í efni  

Bókasafn Akraness

Bókasafn Akraness var stofnað 6. nóvember 1864, upphaflega sem lestrarfélag. Safnið er í glæsilegum húsakynnum í verslunarmiðstöð að Dalbraut 1 og deilir húsnæði með Héraðsskjalasafni Akraness og Ljósmyndasafni Akraness. Á safninu eru um 80.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í safninu er þráðlaust net eða heitir reitir fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á vefnum. Á safninu er hægt að fá aðgang að netkaffitölvu og prentara. Auk þess er hægt að lesa dagblöðin, héraðsblöðin á Vesturlandi og nýjustu eintök keyptra tímarita sem eru um 30 talsins, flest íslensk. Barnadeild safnsins er notalegur og vinsæll staður fyrir barnafjölskyldur að heimsækja. Bókasafnið hefur eignast tvö merk einkasöfn, Haraldssafn og Björnssafn en þar er að finna mörg fágæt rit. Safnkosturinn er allur skráður í tölvukerfi safnsins, gegnir.is. Í safninu er námsverið Svöfusalur og er hægt að fá aðgangskort að salnum til notkunar utan hefðbundins afgreiðslutíma.

Í safninu er sýningaraðstaða fyrir myndlist og geta áhugasamir sótt um sýningaraðstöðu. Einnig er safnið opið fyrir ýmsa aðra viðburði. Lánþegaskírteini gilda einnig í Héraðsbókasafninu í Borgarnesi. Bókasafnið er opið mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 18:00 (sjálfsafgreiðsla frá 10:00-12:00) og laugardaga kl. 11:00 - 14:00  (október - apríl).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00