Fara í efni  

Bæjarráð

3118. fundur 26. maí 2011 kl. 16:00 - 19:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarskrifstofa - tölvubúnaður.

1105101

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 23. maí 2011 um kaup á tölvu fyrir starfsmann bæjarskrifstofu, samtals kr. 120 þús.

Bæjarráð samþykkir erindið, fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

2.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Tölvupóstur Elínar Gunnlaugsdóttur, arkitekts deiliskipulags Jaðarsbakka,dags. 11. maí 2011.

Lagt fram.

3.Listabraut-hljóðfæra og söngnám samstarf grunnskólanna

1105099

Bréf Fjölskylduráðs dags. 25. maí 2011, þar sem sótt er um aukafjárveitingu að fjárhæð 1,8 m.kr. vegna samvinnuverkefnis á milli grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi.
Hrönn vék af fundi við umfjöllun málsins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Afgreiðslu frestað.

4.Stefnumótun Fjölskyldustofu

1101177

Bréf Fjölskylduráðs, dags. 25. maí 2011 þar sem lagt er til að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 1,0 m.kr. vegna kostnaðar við stefnumótunarverkefnis á sviði skólamála, lýðheilsu ungmenna og mannréttinda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

5.Símaþjónusta - útboð á þjónustu.

1105110

Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja upp núverandi samningi um símaþjónustu við Símann og undirbúa útboð á þjónustunni.

6.Landsbanki - Samningur um bankaviðskipti

1012143

Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja upp núverandi samningi um bankaviðskipti við Landsbankann og undirbúa útboð á þjónustunni.

7.Sveitarstjórnartrygging

1103127

Bæjarráð felur felur bæjarstjóra að segja upp núverandi samningi við VÍS um tryggingar fyrir Akraneskaupstað og undirbúa útboð á þjónustunni.

8.Ræsting á leikskólum Akraneskaupstaðar

1105105

Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja upp núverandi samningum um ræstingu á leikskólum Akraneskaupstaðar og fela Framkvæmdastofu að annast nauðsynlegan undirbúning á nýju útboði á ræstingu leikskólanna, þó þannig að hægt verði að bjóða í hvern leikskóla fyrir sig eða alla.

9.Hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1101160

Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja upp núverandi samningi við Securstore um hýsingu og rekstrarþjónustu tölvubúnaðar hjá Akraneskaupstað og undirbúa útboð á þjónustunni.

10.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.

1010163

Samningur um uppbyggingu Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 23. maí 2011. Að samningnum standa Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Skorradalshreppur auk Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

11.Saga Akraness - upplýsingar og gögn um ritun

1104148

Ábendingar Hörpu Hreinsdóttur í tölvupósti dags. 23. maí 2011 varðandi framhald af útgáfu Sögu Akraness.

Lagt fram.

12.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2010 - samstæða

1105057

Viðræður við fulltrúa Endurskoðunarstofunnar Álits ehf, fjármálastjóra og deildarstjóra bókhaldsdeildar Akraneskaupstaðar.

Á fundinn mættu þeir Jón Þór Hallsson og Jóhann Þórðarson frá Aliti ehf, og Andrés Ólafsson og Sigmundur Ámundason, starfsmenn Akraneskaupstaðar ásamt Skúla Garðarssyni kjörnum endurskoðenda.

Þeir Jón Þór og Jóhann gerðu grein fyrir ársreikningi Akraneskaupstaðar og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2010 sem þeir fóru yfir og kynntu fyrir bæjarfulltrúum. Skýrslan lögð fram.

13.Lífeyrissjóður Akranesk. - breyting á samþykktum 19. apríl 2011

1105067

Bréf stjórnar Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar dags. 8. maí 2011. Stjórn leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykktum sjóðins verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi tillögur framkvæmdastjóra frá 14. apríl 2011.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.

14.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins

1105072

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 10. maí 2011, þar sem kynnt er stofnun sérstaks Fasteignasjóðs sem heyrir undir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fasteignasjóðurinn annast fasteignir sem notaðar voru til búsetu og þjónustu við fatlaða og skal sjóðurinn leigja eða selja sveitarfélögum þær eignir sem viðkomandi sveitarfélög hyggjast nýta áfram í þjónustu við fatlaða eftir yfirtöku málaflokksins. Jafnframt fylgir bréfinu reglugerð og vinnureglur um Fasteignasjóðinn svo og mat Framkvæmdasýslu ríkisins á þeim eignum sem tilheyrir sjóðnum á Akranesi.

Bæjarráð óskar eftir að Fjölskyldustofa ásamt Framkvæmdastofu skoði sérstaklega hagsmuni Akraneskaupstaðar í þessu máli og leggi sjálfstætt mat á ástand viðkomandi eigna og hvernig standa skuli að hugsanlegri leigu og/eða kaupum Akraneskaupstaðar á umræddum eignum.

15.Samráðsfundur ÍA og Akraneskaupstaðar

1105063

Bréf Íþróttabandalags ÍA, dags. 12. maí 2011, þar sem þess er óskað er eftir samráðsfundi með bæjarfulltrúum, sviðsstjórum og lykilstarfsmönnum bæjarins og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar til að ræða m.a. um þarfir hreyfingarinnar, fjárhagsgetu og almennt viðhorf Akraneskaupstaðar til ÍA og aðildarfélaganna.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra undirbúa fundinn.

16.Umsókn um lóð

1105034

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 19. maí 2011 þar sem lagt er til að umsókn frá Hans Ó. Hanssyni um lóð undir tilraunahús. Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókninni verði hafnað.

Bæjarráð staðfestir tillögu nefndarinnar.

17.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Minninsblað bæjarritara dags. 19. maí 2011, vegna aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar vegna Sólmundarhöfða 7.

Bæjarráð samþykkir að greiða umræddan kostnað. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárveitingu til verkefnisins 0,5 m.kr. verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

18.FIMA - húsnæðismál

1105092

Bréf FIMA dags. 18. maí 2011, þar sem farið er fram á að skipuð verði nefnd til að skoða leiðir til að koma upp framtíðaraðstöðu fyrir félagið og að félaginu verði veittar 9,5 m.kr. til áhaldakaupa.

Bæjarráð vísar til þess að í nóvember á árinu 2010 lauk sameiginleg nefnd bæjarins og ÍA störfum sínum og forgangsraðaði verkefnum og fjárfestingum í íþróttamálum til næstu framtíðar. Um sameiginlega niðurstöðu íþróttahreyfingarinnar og bæjarins var að ræða. Í ljósi þess og núverandi fjárhagsstöðu kaupstaðarins er ekki hægt að verða við beiðni félagsins að svo komnu máli, en beiðni varðandi búnaðarkaup er vísað til Framkvæmdastofu til nánari skoðunar.

Bæjarráð getur ekki orðið við öðrum beiðnum í erindinu.

19.Saga Akraness - ritun.

906053

Bréf ritnefndar um sögu Akraness dags. 19. maí 2011 þar sem nefndin fer þess á leit við bæjarráð að gengið verði til samninga við söguritara, Gunnlaug Haraldsson, um að búa til prentunar fyrirliggjandi handrit að þriðja bindi Sögu Akraness, vegna tímabilsins 1801 - 1900.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir viðræðum við formann ritnefndar um málið.

20.Norðurálsmótið í knattspyrnu 2011

1105062

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 11. maí 2011, þar sem óskað er eftir að samningur á milli bæjarins og félagsins verði tekinn upp til endurskoðunar með hækkun í huga. Samið verði til 3ja ára. Til viðræðna mættu fulltrúar félagsins þau Þórður Guðjónsson og Ágústa Friðriksdóttir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningsupphæð vegna ársins 2011 verði 2,7 m.kr. til að standa straum að stórauknum gestafjölda vegna mótsins. Viðbótarfjárhæð að upphæð 1.5 m.kr. verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Beiðni um endurskoðun samnings til 3ja ára er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.

21.Atvinnurekstur í íbúðahverfi, Skagabraut 25

1105041

Bréf Oddnýjar Valdeirsdóttur og Valdimars Þorvaldssonar dags. 6. maí 2011 þar sem kvartað er undan ítrekuðu ónæði af meintum atvinnurekstri í bílskúr á Skagabraut 25.

Bæjarráð tekur undir með bréfriturum og ítrekar fyrri afstöðu sína og felur framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að annast málið með þeim úrræðum sem nauðsynleg eru.

22.Afskriftir 2010

1012142

Tillaga fjármálastjóra um afskriftir krafna vegna ársins 2010.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að afskriftum samtals að fjárhæð kr. 2.801.100.-

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00