Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

26. fundur 14. janúar 2004 kl. 08:29 - 21:45

26. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  miðvikudaginn 14. janúar 2004 og hófst hann kl. 20.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir
 Eydís Líndal 
 Sævar Haukdal (fundarritari)
 Hallveig Skúladóttir

Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra.
Sviðsjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.

 

2. Skýrsla starfshóps um skipulagsmál á Jaðarsbökkum.
Skýrsla lögð fram og kynnt stuttlega.

 

3. Starfsáætlun tómstunda- og forvarnarsviðs.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og áætlun ársins 2004.

 

4. Umsókn Jóhanns P. Hilmarssonar um niðurfellingu æfingagjalda á Jaðarsbökkum.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti samkvæmt umræðum á fundinum en vísar umsókninni til Íþróttabandalags Akraness til afgreiðslu.

 

5. Erindi Sundfélags Akraness varðandi afreksmannastyrk til Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur.
Nefndin samþykkir að veita Kolbrúnu Ýr afreksmannastyrk að upphæð 50.000 kr á mánuði frá 1.  janúar til 31. júlí.  Einnig leggur nefndin að henni verði boðið 50% starf frá 1. febrúar til 31. júlí og starfi m.a. við forvarnarstarf og önnur sambærileg störf sem sviðstjóri felur henni.

 

6. Erindi Badmintonfélags Akraness: Umsókn um styrk vegna utanlandsferða afreksmanna félagsins.
Nefndin samþykkir umsóknir Karítasar Óskar Ólafsdóttur og Hólmsteins Valdimarssonar til ferðastyrks að upphæð 30.000 kr. hvort vegna Evrópumóts B-þjóða U-19 ára.  Öðrum umsóknum hafnað þar sem þær ferðir falla ekki undir reglur um styrkveitingu.

 

7. Hátíðarhöld 2004 ? ákvörðun bæjarstjórnar um framkvæmd.
Málin rædd og vísað til næsta fundar.

 

8. Leikjanámskeið sumarsins 2004.
Ákveðið var að ganga til viðræðna við Skátafélag Akraness um áframhaldandi framkvæmd leikjanámskeiða sumarið 2004.

 

9. Tillögur bæjarstjórnarfundar unga fólksins / Íbúaþings.
Sviðsstjóra falið að vinna að málinu samkvæmt umræðum á fundinum.

 

10. Þema í forvarnarmálum.
Eydís lagði fram hugmyndir um þemavinnu í forvarnarmálum.  Sviðsstjóra falið að vinna að frekari útfærslu samkvæmt umræðum á fundinum.

 

11. Tilnefning í starfshóp um nýjan framkvæmdasamning við ÍA.
Tillaga formanns er að Sævar Haukdal verði tilnefndur.  Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum, Hallveigar, Hjördísar og Katrínar, Eydís situr hjá og Sævar greiddi ekki atkvæði.

 

12. Önnur mál.
Fréttabréf Arnardals lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:45


Næsti fundur verður haldinn þann 27. janúar  2004.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00