Undirritun samnings um uppbyggingu á Dalbrautarreit
Akraneskaupstaður og Bestla ehf. undirrituðu þann 25. maí samning um úthlutun og uppbygginu á lóð við Dalbraut 4 á Akranesi. Undirritunin átti sér stað í húsakynnum félagsstarfs eldri borgara (FEBAN) að Kirkjubraut sem þótti afar viðeigandi, einkum vegna þess í umræddu húsnæði á Dalbraut 4 verður húsnæði fyrir þjónustumiðstöð aldraðra.