Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

149. fundur 02. október 2007 kl. 18:00 - 20:00

149. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 2. október 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


  

Mættir voru:                 Ásgeir Hlinason formaður

                                    Dagný Jónsdóttir

                                    Haraldur Helgason

                                    Björn Guðmundsson

 

 

Auk þeirra sátu fundinn þeir Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.

 

Fyrir tekið:

 

1.   Strætó ? innanbæjar og utan.

Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar akstur almennings-vagna utan og innanbæjar svo og uppsetningu biðskýla sem sett verða upp í bænum á næstunni.  Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að fjölgað verði uppsetningu biðskýla sem fyrst.  Formanni falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

 

2.      Málefni markaðsskrifstofu.

Markaðsfulltrúi gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið er að innan deildarinnar. 

 

3.      Starfsemi atvinnumálanefndar.

Rætt um markmið nefndarinnar sem sett voru í upphafi kjörtímabils og hvernig þeim verði framfylgt í ljósi breyttra aðstæðna.

 

4.      Fyrirtækjaskrá.

Málið rætt.

 

5.   Kynning til nýrra fyrirtækja.

Markaðsfulltrúa falið að gera tillögu að upplýsingum og fyrirkomulagi sem viðkomandi yrði sent.

 

6.      Námskeiðsmál.

Rætt um möguleika á námskeiði fyrir frumkvöðla og stjórnendur minni fyrirtækja.  Markaðsfulltrúa falið að skoða málið.

           

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00