Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Námsvist utan lögheimilssveitarfélags
1609144
Trúnaðarmál til kynningar
2.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
1602089
Trúnaðarmál til kynningar
3.Vallarsel - starfsdagar 2017
1611007
Leikskólinn Vallarsel óskar eftir að færa skipulagsdaga vegna náms- og kynnisferðar til Brighton dagana 19. - 23. apríl n.k.
Erindi samþykkt
4.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur
1611149
Til umfjöllunar er samningur milli Akraneskaupstaðar og ÍA um rekstur og samskipti.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Sigurður Páll Harðarson tóku sæti á fundinum kl. 17.
Lagt til við bæjarráð að samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði framlengdur til 31. mars 2017.
Jafnframt er leigu- og rekstrarsamningur milli Akraneskaupstaðar og ÍA framlengdur um sama tíma.
Sviðsstjóra er falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um fyrirkomulag rekstrar íþróttamannvirkja og samstarf sveitarfélags og íþróttafélaga.
Fulltrúar ÍA vekja athygli á því mikla vinnuframlagi starfsmanna íþróttahúss við Vesturgötu í tengslum við undirbúning 70 ára afmælis ÍA. Starfsmönnum er þakkað óeigingjarnt starf.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi 17:45.
Skóla- og frístundaráð þakkar forsvarsmönnum ÍA fyrir framlag sitt til afmælisársins.
Lagt til við bæjarráð að samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði framlengdur til 31. mars 2017.
Jafnframt er leigu- og rekstrarsamningur milli Akraneskaupstaðar og ÍA framlengdur um sama tíma.
Sviðsstjóra er falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um fyrirkomulag rekstrar íþróttamannvirkja og samstarf sveitarfélags og íþróttafélaga.
Fulltrúar ÍA vekja athygli á því mikla vinnuframlagi starfsmanna íþróttahúss við Vesturgötu í tengslum við undirbúning 70 ára afmælis ÍA. Starfsmönnum er þakkað óeigingjarnt starf.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi 17:45.
Skóla- og frístundaráð þakkar forsvarsmönnum ÍA fyrir framlag sitt til afmælisársins.
5.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1606079
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar verður lögð fram til seinni umræðu í bæjarstjórn 13. desember 2016.
Sviðsstjóri fer yfir fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs eins og hún var lögð fram í fyrri umræðu.
Ásthildur víkur af fundi kl. 18:30
Ásthildur víkur af fundi kl. 18:30
Fundi slitið - kl. 19:00.