Fara í efni  

Fréttasafn

Írskir dagar helgina 2.-5. júlí

Það styttist óðum í bæjarhátíðina Írska daga sem haldin verður á Akranesi helgina 2.-5. júlí n.k. Undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi og stefnir í skemmtilega og fjölskylduvæna dagskrá.
Lesa meira

Úthlutun viðhaldssjóðs fasteigna

Þann 24. febrúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akraness tillögu skipulags- og umhverfisráðs að reglum um styrkveitingar vegna viðhalds á ytra byrði húsa á Akranesi. Markmiðið er að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar. Ráðstöfunarfé sjóðsins er ákveðið í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ár
Lesa meira

Endurákvörðun sorphirðugjalda 2014

Bæjarstjórn Akraness samþykkti í gær, þann 9. júní 2015 að endurákvarða sorphirðugjöld fyrir árið 2014 með hliðsjón af úrskurði úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. mars 2015 (hægt er að lesa úrskurð nefndarinnar hér). Úrskurðarnefndin taldi gjaldtöku Akraneskaupstaðar ólögmæta þar sem ekki hafi verið aflað umsagnar...
Lesa meira

Tíunda hraðhleðslustöðin opnuð á Akranesi

Hraðhleðslustöð var formlega vígð á Akranesi í dag þegar Ari Björnsson setti fyrsta rafmagnsbílinn þar í hleðslu. „Það er snilld að eiga rafmagnsbíl“ segir Ari Björnsson um rafbílinn sinn en hann og konan hans eignuðust sinn fyrsta rafmagnsbíl í mars sl. Ari segir hann henta vel í snattið í vinnunni á Akranesi og í...
Lesa meira

Nýtt skip í Akraneshöfn

Föstudaginn 5. júní sl. var líflegt um að litast við Akraneshöfn en nýtt uppsjávarskip Bjarni Ólafsson AK 70 kom til hafnar þann dag. Það var útgerðarfyrirtækið Runólfur Hallfreðsson ehf. á Akranesi sem keypti fyrrnefnt skip frá útgerðinni Fiskeskjer í Noregi. Skipið...
Lesa meira

Til hamingju með daginn sjómenn

Akraneskaupstaður sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins. Dagskrá Sjómannadagsins á Akranesi má sjá hér.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Svía

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Svía í dag þann 6. júní er sænska fánanum flaggað á Akratorgi þar sem Västervik er einn af vinarbæjum Akraness. Västervik er hafnarborg í Smálöndunum í Svíþjóð og er um 200 km frá Stokkhólmi. Fólksfjöldi þar er um 37 þúsund manns. Vegna nálægðar borgarinnar við höfn og þar...
Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Dana

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Dana í dag þann 5. júní er danska fánanum flaggað á Akratorgi þar sem Tønder í Danmörku er einn af vinarbæjum Akraness. Tønder er bær sunnarlega á Jótlandi, nálægt þýsku landamærunum. Tønder varð til við sameiningu nokkurra bæjarfélaga, Bredebro, Højer, Løgumkloster, Nørre-Rangstrup, Skærbæk og Tønder og er...
Lesa meira

Sjómannadagurinn á Akranesi

Dagskrá Sjómannadagsins á Akranesi, sunnudaginn 7. júní er eftirfarandi: Kl. 11 - Sjómannadagsmessa. Blómsveigur lagður að sjómanninum á Akratorgi að lokinni athöfn. Kl. 11 - Sjósund með Sjósundsfélaginu. Farið frá Jaðarsbakkalaug niður að sjó. Nýliðar sérstaklega velkomnir. Konfekt í potti að sundi loknu.
Lesa meira

Hraðhleðslustöð opnar í næstu viku

Hraðhleðslustöð opnar formlega n.k. þriðjudag kl. 10 á Akranesi. Bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir framkvæmdum á bílaplani verslunarkjarnans á Dalbraut 1 en stöðin er staðsett þar.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00