Fara í efni  

Bæjarstjórn

1302. fundur 12. nóvember 2019 kl. 17:00 - 22:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Samþykkt bæjarráðs frá 7. og 8. nóvember síðastliðnum, þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 til og með 2023 ásamt meðfylgjandi tillögum var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Forseti gerir grein fyrir fyrirkomulagi vegna umræðna um fjárhagsáætlun.

Til máls tóku:
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og tillögum sem henni fylgja og fór yfir helstu áhersluþætti og hagstærðir.

Framhald umræðu:
ELA, SFÞ, BD, KHS, RBS og RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokksins við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja benda á að að ákveðið stefnuleysi ríkir í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar. Vinnubrögð núverandi meirihluta við gerð fjárhagsáætlana hingað til hafa einkennst af skorti á langtímasýn því eingöngu er horft til eins árs í senn við gerð hennar.
Þriggja ára áætlun bæjarstjórnar sem hér er til umfjöllunar sem og fimm ára fjárfestingar- og framkvæmdaráætlun er ótrúverðug þar sem hún hefur ekki fengið neina umfjöllun hjá kjörnum bæjarfulltrúum.

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ekki komið saman til stefnumarkandi fundar þar sem grunnur er lagður að þeim verkefnum og áherslum sem stefna skuli að á næstu árum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla því hér með eftir meiri samfellu og formfestu í fjárhagsáætlanavinnunni með vísan í það verklag sem unnið var eftir á kjörtímabilinu 2014-2018 og gaf góðan árangur. Með skýrri framtíðarsýn getur bæjarstjórn Akraneskaupstaðar betur tekið stefnumótandi ákvarðanir út frá ígrundaðri þarfagreiningu sem og fjárfestingar- og rekstargetu sveitarfélagsins. Þannig er betur hægt að gera sér grein fyrir rekstraráhrifum stærri fjárfestinga til framtíðar.

Í undirbúningi bæjarráðs að fjárhagsáætlun 2020 hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda í lífskjarasamninga um lágmarkshækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins. Einnig hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á að efla lögbundna þjónustu sem og á þau verkefni sem skapað geta sveitarfélaginu framtíðartekjur. Því til útskýringar var lagt til að fasteignaskattur sem lagður er á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir A- og B- skatt, fari niður í 1,4 prósentustig af fasteignamati atvinnuhúsnæðis. Þá var lagt til að fyrirhuguð hagræðingarkrafa á elferðar- og mannréttindasvið yrði felld út á kostnað verkefna sem ekki eru lögbundin.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun verði endurskoðuð milli umræðna og sérstaklega verði skoðað hvernig flýta má uppbyggingu á Jaðarsbökkum sem bæði þjónar starfsemi Grundaskóla, íþróttafélögunum sem og öllum almenningi.

Að lokum leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að auknir fjármunir verði settir í nýframkvæmdir gatna í Skógarhverfi fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2020. Að öðrum kosti mun skortur verða á framboði nýrra einbýlis-, par- og raðhúsalóðum á Akranesi árið 2020. Slík staða er ekki ásættanleg fyrir bæjarfélag í sókn sem Akraneskaupstaður á að vera.

Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

Framhald umræðu:

BD víkur af fundi og tekur ekki frekari þátt í fundinum. GVG varabæjarfulltrúi tekur sæti á fundinum í hennar stað.
EBr,SMS, SFÞ, RBS, ELA, KHS, EBr, RÓ, RBS og ÓA.

Forseti óskar eftir að varaforseti taki við stjórn fundarins þar sem hann óski eftir að taka til máls.

EBr varaforseti tekur við stjórn fundarins.
VLJ og VLJ sem leggur fram eftirfarandi bókun Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar:

Í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 sem hér er lögð fram til fyrri umræðu er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma A-hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um 346 milljónir króna og að rekstrarafkoma A- og B-hluta verði jákvæð samtals um 330 milljónir króna. Á undanförnum árum hefur náðst góður árangur í rekstri bæjarins og svigrúm hefur skapast til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða til að Akranes geti áfram verið í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi í að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúa á öllum aldri.

Meðal verkefna í fjárhagsáætlun má nefna að ljúka uppbyggingu fimleikahúss við Vesturgötu, uppbygging þjónustumiðstöðvar við Dalbraut heldur áfram og hafinn verður undirbúningur fyrir byggingu leikskóla. Unnið verður að endurbótum á lóðum leik- og grunnskóla, haldið áfram með endurbætur á innra rými Brekkubæjarskóla og með tilkomu nýs leikskóla fæst einnig viðbót við húsnæði Grundaskóla, en þessar framkvæmdir eru unnar með það að markmiði að bæta vinnuaðstæður starfsmanna og nemenda. Öll þessi atriði koma fram í málefnasamningi núverandi meirihluta.
Uppbygging íþróttamannvirkja við Jaðarsbakka eru áfram stór hluti af framtíðarsýn bæjarstjórnar og á næsta ári er gert ráð fyrir fjármunum til að tryggja Fjöliðjunni gott húsnæði fyrir sína starfsemi til framtíðar.

Við gerð þessarar fjárhagsáætlunar er aðhalds gætt í rekstri og möguleikar nýttir til að draga úr álögum á íbúa. Farið er að einu og öllu að tilmælum um stuðning stjórnvalda við lífskjarasamninga, sem felur það í sér að gjaldskrár kaupstaðarins hækka ekki umfram 2,5% að meðaltali.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra þakka bæjarstjóra, embættismönnum og endurskoðanda Akraneskaupstaðar fyrir þá miklu vinnu sem að baki er við gerð þessarar fjárhagsáætlunar. Auk þess viljum við þakka öllum bæjarfulltrúum fyrir góða samvinnu í þeirri vinnu sem fram fór í bæjarráði og fagráðum bæjarins við undirbúning áætlunarinnar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs fram að síðari umræðu.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Guðjón Viðar Guðjónsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu að samþykkt bæjarstjórna:

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 til og með 2023, sem og tillögum sem henni fylgja til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 10. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

2.Deiliskipulag Grenja - umsókn um skipulagsbreytingu

1908284

Grenndarkynning vegna stækkunar á byggingareit við við Bakkatún 30/32 á deiliskipulagssvæði Grenja. Erindið var grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum á Vesturgötu 17, 19 og 25A, frá 17. september til og með 18. október 2019. Samþykki barst frá eigendum Vesturgötu 17 og 25A eign 0102. Tölvupóstur barst 18. október sl. frá eiganda Bakkatúns 4.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóK:
EBr sem lýsir sig vanhæfan, með vísan til 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, til að taka þátt í afgreiðslu málsins og víkur af fundi.
Fundarmenn gera ekki athugasemdir við Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu við Bakkatún 30/32 á deilskipulagssvæði Grenja sem felst m.a. í stækkun byggingareits.

Samþykkt 8:0.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að breytingin verði send Skipulagsstofnun og að auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0.

EBr tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

3.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3387. fundargerð bæjarráðs frá 24. október 2019.
3388. fundargerð bæjarráðs frá 31. október 2019.
3389. fundargerð bæjarráðs frá 5. nóvember 2019.
3390. fundargerð bæjarráðs frá 7. nóvember 2019.
3391. fundargerð bæjarráðs frá 8. nóvember 2019.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 3390, fundarlið nr. 3.
KHS um fundargerð nr. 3390, fundarlið nr. 4.
ELA um fundargerð nr. 3390, fundarliði nr. 3 og nr. 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2019 - velferðar- og mannréttindaráð

1901006

113. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 30. október 2019.
114. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. nóvember 2019.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

116. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5. nóvember 2019.
Til máls tóku:
RÓ um fundarliði nr. 1 og nr. 2.
SMS um fundarliði nr. 1 og nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

129. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 21. október 2019.
130. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. október 2019.
131. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 30. október 2019.
132. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. nóvember 2019.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 130, fundarlið nr. 4.
EBr um fundargerð nr. 132, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 132, fundarlið nr. 1.
VlJ um fundargerð nr. 132, fundarlið nr. 1
RÓ um fundargerð nr. 132, fundarlið nr. 1
EBr um fundargerð nr 132, fundarlið nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 132, fundarliði nr. 1 og nr. 2.
GVG um fundargerð nr. 132, fundarlið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2019 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

1901010

103. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 28. október 2019.
Til máls tóku:
ELA um fundarliði nr. 1 til og með nr. 9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2019 - Orkuveita Reykjavíkur

1901021

279. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. september 2019.
280. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 30. september 2019.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 279, fundarlið nr. 3.
VLJ um fundargerð nr. 279, fundarlið nr. 3.
GVG um fundargerð nr. 279, fundarliði, nr. 2, nr. 3 og nr. 7.
EBr og óskar svars frá fulltrúa Akraneskaupstaðar við tiltekinni spurningu sem hann setti fram fyrir nokkru og varðar væntanlegt frammistöðumat forstjóra OR.
VLJ aflar upplýsingar og svarar síðar.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1901018

875. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2019.
Til máls tóku:
RÓ um fundarlið nr. 1.
KHS um fundarliði nr. 1 og nr. 6.
RÓ um fundarlið nr. 6.
GVG um fundarlið nr. 16.
RÓ um fundarlið nr. 16.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - Faxaflóahafnir

1901022

185. fundargerð stjórnar Faxaflóahafnar sf. frá 8. nóvember 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00