Spurningar og svör um Gámu og sorpgjöld
Af hverju er rukkað fyrir losun í Gámu?
Áður var kostnaður við rekstur Gámu og ráðstöfun úrgangs greiddur með sorpgjöldum lögðum á öll heimili, sama gjald fyrir stórar sem litlar íbúðir. Með samþykkt á lögum um hringrásarhagkerfið, er eitt meginþemað í þeim að „sá greiði sem hendi“. Því er það í samræmi við lögin að þeir sem losi úrgang í Gámu greiði fyrir úrganginn.
Af hverju er gjaldskráin í Gámu eftir rúmmáli úrgangs?
Ákveðið var að gjaldskrá fyrir losun heimila í Gámu notaðist við rúmmálsmælingu til þess að mat á úrgangi og greiðsla sé gerð áður en úrgangurinn er losaður.
Gjaldskráin í Gámu er mjög sambærileg, bæði uppbygging og upphæðir, við gjaldskrá Sorpu sem gildir losun á endurvinnslustöðvum þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
Gjaldskrá fyrir losun heimila í Gámu er hér.
Gjaldskrá fyrir losun frá fyrirtækjum er önnur, sjá Verðskrá
Hvernig er fyrirkomulagið núna í Gámu?
Upplýsingar um breytingar og afgreiðsluferli má sjá hér.
Munið, starfsfólk Gámu sinnir vinnu sinni við afgreiðsluna af samviskusemi og íbúar sem koma með úrgang sinn eru jákvæðir í öllum samskiptum sínum við starfsfólkið.
Heimilt er að greiða með seðlum, en greiðsla með korti er fljótlegri og æskilegri.
Þarf að borga fyrir að losa úrgang af endurnýjun á heimilinu, t.d. parket og múrbrot?
Já, alveg eins og að greitt er fyrir innkaup á efninu, þá er kostnaður við að farga byggingarefni, núna „greiðir sá sem hendir“.
Aðferðir til að draga úr kostnaði við förgun á efni við endurbætur á heimili, geta verið flokkun á niðurrifsefni í gjaldlausa flokka, endurnýting á eldra byggingarefni með auglýsingu á netinu, eða betri nýting á nýju byggingarefni.
Af hverju lagðist klippikortið af?
Klippikortið var afsláttur við losun úrgang í Gámu áður fyrr, sem fasteignaeigendur greiddu með gjöldum sínum, það fellur ekki saman við anda laganna um að „sá greiði sem hendi“.
Af hverju hækkuðu sorpgjöldin um áramótin?
Það eru nokkrar ástæður fyrir þeirri hækkun, auk hækkunar á verðlagi. Á árinu 2024 var útboð á þjónustunni til næstu 6 ára með nýju fyrirkomulagi, þar sem samið var um hærri einingaverða frá eldri samning. Kostnaður jókst einnig vegna fleiri tunna og fleiri hirðinga frá heimilum. Kostnaður við innleiðingu á 4 flokka sorphirðu fólst í innkaupum á tæplega 3000 tunnum, og grindum og pokum fyrir lífræna, merkimiðar, og vinna við dreifingu og breytingar.
Hvað græðir Akraneskaupstaður á sorpgjöldum?
Í lögum um álagningu sorpgjalda er grunnkrafa að tekjur af sorpgjöldum skuli ákvörðuð út frá kostnaði sveitarfélags af því að veita þjónustuna. Því fara allar tekjur í að greiða kostnað við málaflokkinn, þ.e. þjónustu við heimili og grenndarstöðva, og ráðstöfun úrgangs frá þeim, auk reksturs á móttökustöð Gámu (utan ráðstöfun úrgangs).
Hækkar gjaldskrá heimila aftur um næstu áramót?
Reynslan af kostnaði við rekstur á breyttri úrgangsmeðhöndlun og eftir nýjum þjónustusamningi við Terru á árinu verður meginatriðið sem ákvarðar breytingu á gjaldskránni. Hún getur lækkað ef í ljós kemur að ýmsar forsendur okkar um sorpmagn hafi verið ofmetnar.
Get ég lækkað upphæðina sem heimili greiða í sorpgjöld?
Já, með flokkun úrgangs og að minnka sorpmagn og þannig stærð íláta hjá sér.
Gjald heimilis fyrir 240 ltr tunnu við heimilið er mismunandi fyrir sorpflokkum: Fyrir blandaðan úrgang er árgjald 23.000 kr., fyrir pappa og plast er gjaldið 6.000 kr. fyrir hvora tunnu. Gjald fyrir 140 ltr tunnu er 24.000 kr.
Einnig með því að safna glerkrukkum, málmdósir og lok, kertabökkum o.fl. saman í poka og fara á grenndarstöðvar og losa úr pokunum í rétta gáma, þá minnkar úrgangsmagnið og samfélagið nær árangri í hringrásarhagkerfinu.