Fara í efni  

Farsælt frístundastarf - verið velkomin

HVAÐ ER SKIPULAGT FRÍSTUNDASTARF?

Með skipulögðu frístundastarfi er átt við starf íþrótta- og tómstundafélaga þar sem börn og ungmenni stunda áhugamál sitt undir leiðsögn.
Börn og ungmenni sem taka þátt í skipulögðu frístundastarfi eru meðal annars:

  • Líklegri til þess að halda áfram að hreyfa sig eða stunda sitt áhugamál á
    fullorðinsárum
  • Líklegri til þess að njóta velgengni í námi
  • Líklegri til þess að eiga gott og stórt félagslegt stuðningsnet

Á Íslandi er rík hefð fyrir því að börn og ungmenni taki þátt í skipulögðu frístundastarfi. Dagleg hreyfing er börnum og ungmennum nauðsynleg fyrir
andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Þátttaka í skipulögðu frístundastarfi getur ýtt undir þá tilfinningu að tilheyra og taka þátt og því getur slíkt starf
gegnt mikilvægu hlutverki í að virkja innflytjendur til þátttöku í samfélaginu.

Hér finnið þið kynningarbækling um frístundir fyrir börn á Akranesi á nokkrum tungumálum:

Verið velkomin - frístundir fyrir börn á Akranesi

WELCOME TO AKRANES Leisure activities for children

ЛАСКАВО ПРОСИМО ДО АКРАНЕСАД озвілля для дітей

BIENVENIDOS A AKRANES Actividades recreativas para niños

WITAMY W AKRANES Zajęcia rekreacyjne dla dzieci

ﻣﺮﺣﺒًﺎ ﺑﻜﻢ ﻓﻲ أﻛﺮاﻧﻴﺴﺎﻷﻧﺸﻄﺔ اﻟﺘﺮﻓﻴﻬﻴﺔ ﻟﻸﻃﻔﺎل

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00