Fréttir
Stefán Þór Steindórsson nýr byggingarfulltrúi
16.02.2016
Stefán Þór Steindórsson hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi hjá Akraneskaupstað. Stefán er með BS gráðu sem byggingafræðingur frá Københavns Erhvervsakademi.
Lesa meira
Reglur um viðurkenningu vegna nýsköpunar
15.02.2016
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar síðastliðinn reglur um veitingu viðurkenningar vegna nýsköpunar til einstaklinga, hópa eða fyrirtækja á Akranesi. Viðurkenning verður veitt einu sinni á ári í formi peningaverðlauna, kr. 500.000 og er það skilyrt að nýsköpunin hafi tengingu við Akraness.
Lesa meira
Starf skólastjóra Grundaskóla
12.02.2016
Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Grundaskóla á Akranesi. Við leitum að umbótasinnuðum og farsælum leiðtoga til að stýra einum öflugasta skóla landsins.
Lesa meira
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis
11.02.2016
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis verður haldinn þriðjudaginn 16. febrúar í Tónbergi kl. 20.00. Markmið fundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis sem felur meðal annars...
Lesa meira
Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi
11.02.2016
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 26. janúar s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis samkvæmt 1. mgr. 41.gr. sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
Öskudagurinn á Akranesi
11.02.2016
Kátt var á götum Akraness í gær þegar Öskudagurinn rann loksins upp. Margar ,,fígúrur" fóru á milli fyrirtækja til að gleðja starfsfólk með söng. Hingað á bæjarskrifstofuna komu skemmtilega uppáklædd börn, meðal annars ofurhetjur, vampírur, sjúklingar, prinsessur, nunnur, trúðar og margir fleiri sem sungu hin
Lesa meira
112 dagurinn á Akranesi
09.02.2016
Þann 11. febrúar ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Í ár verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar frá kl. 16-18. Fróðleg og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars kynning á starfi Slökkviliðsins og Björgunarfélags Akraness. Lögreglan og sjúkraflutningsmenn verða á staðnum sem og einnig...
Lesa meira
Laus staða í búsetuþjónustu fatlaðra
09.02.2016
Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða starfsmann í vaktavinnu í 52% stöðu. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Um er að ræða krefjandi starf og er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á málefnum fólks með fötlun. Umsækjandi þarf að geta skilað
Lesa meira
Degi leikskólans fagnað á Akranesi
05.02.2016
Í tilefni af Degi leikskólans á morgun þann 6. febrúar var mikið um að vera í leikskólum Akraneskaupstaðar í dag. Í Garðaseli var opin söngstund þar sem fjölskyldum barnanna var boðið að koma og taka þátt. Stórir sem smáir skemmtu sér vel, sungu og dönsuðu saman.
Lesa meira
Akratorg tendrað gulum lit
05.02.2016
Í tilefni af 70 ára afmæli Íþróttabandalags Akraness verður Akratorg tendrað í gulum lit næstu tvo mánuði.
Lesa meira