Fara í efni  

Laust starf forstöðumanns í búsetuþjónustu

Akraneskaupstaður auglýsir til umsóknar stöðu forstöðumanns í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk. Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Helstu verkefni:

  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri búsetuþjónustunnar.
  • Yfirumsjón með gerð þjónustuáætlana og daglegri þjónustu.
  • Stjórnun starfsmannamála.
  • Samstarf við notendur þjónustunnar, aðstandendur og aðra samstarfsaðila.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af stjórnun.
  • Reynsla af starfi með fötluðum.
  • Mikil færni í samskiptum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði áhugi og metnaður í starfi.

Fyrirspurnum um starfið skal beint til Jóns Hróa Finnssonar sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs í tölvupósti eða í síma 433 1000.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 16. desember næstkomandi.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00