Laust starf skólaliða við Grundaskóla
Skólaliði óskast til starfa í 75-100% starf við Grundaskóla á Akranesi frá 15. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness.
Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur og 100 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.
Helstu verkefni
Að aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum, daglegar ræstingar samkvæmt starfslýsingu skólaliða, þ.m.t.
- Annast gæslu nemenda í frímínútum og biðtímum
- Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann
- Aðstoðar nemendur í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum við aðra í samræmi við stefnu skólans
- Annast afgreiðslu, gæslu í matsal og aðstoðar nemendur eftir þörfum þar
- Aðstoðar við að skera niður ávexti fyrir nemendur og dreifa þeim í stofur
- Fer í vettvangsferðir með nemendum þegar við á
- Sinnir daglegri ræstingu á sínu svæði í skólanum og árlegri hreingerningu á skólanum á sumrin
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið starfslýsingu
Menntun og hæfniskröfur
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki er skilyrði
- Áhugi og reynsla á að vinna með börnum er skilyrði
- Reynsla af skólastarfi er kostur
- Hreint sakavottorð
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní n.k.
Nánari upplýsingar veita Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri (hronn.rikhardsdottir@grundaskoli.is) og Sigurður Arnar aðstoðarskólastjóri (sigurdur.arnar.sigurdsson@grundaskoli.is) í tölvupósti eða í síma 4331400