Fara í efni  

Myndlistarnámskeið fyrir börn á Akranesi - Gulur, rauður, grænn og blár

Gulur, rauður, grænn og blár – myndlistarnámskeið

Á vorönn verður boðið uppá myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-14 ára.

Sá sem æfir myndlist þjálfar skapandi og gagnrýna hugsun og öðlast betri sjálfsþekkingargreind. Á námskeiðunum er lagt upp með að skapa notalegt, öruggt umhverfi þar sem áhersla verður á ímyndunarafl, vellíðan og leikgleði. Námsefni annarinnar verður að fara yfir grunnatriði myndlistar þar sem við lærum litafræði, formfræði, teikningu, málun og skúlptúrgerð.

Námskeiðið er 12 vikur og hefst miðvikudaginn 5. febrúar.
Yngri hópurinn, 7-10 ára, er miðvikudaga klukkan 15:30-17:00.
Eldri hópurinn, 11-14 ára, er miðvikudaga klukkan 17:30-19:00.

Námskeiðið verður haldið á efri hæðinni í íþróttahúsinu að Vesturgötu. Kennari er Vilborg Bjarkadóttir, myndlistarmaður og þjóðfræðingur, sem hefur kennt myndlist á öllum skólastigum og haldið myndlistarsmiðjur á bókasöfnum. Verð 50.000 krónur.

"Gulur, rauður, grænn og blár - Myndlistarnámskeið" hlaut menningarstyrk Akraneskaupstaðar.

Skráning í námskeiðin er á Abler: https://www.abler.io/shop/akranes


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00