Fara í efni  

Niðurrif á Suðurgötu 64

Suðurgata 64 og 64.
Suðurgata 64 og 64.

Í byrjun næstu viku fara af stað framkvæmdir við Suðurgötu 64. Það er verktakinn BÓB ehf. sem mun sjá um rif og förgun á íbúðarhúsinu og bílageymslu. Að því loknu verður svæðið þökulagt og gróðursett.

Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 11. júní 2013 eru lóðirnar við Suðurgötu 62 og 64 skipulagðar sem byggingarreitur fyrir alhliða miðbæjarstarfsemi á jarðhæð með íbúðum á efri hæðum. Akraneskaupstaður keypti Suðurgötu 64 á árinu 2014 og hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við Starfsmannafélag Reykjavíkur um kaup á Suðurgötu 62.  


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00