Fara í efni  

Að brjóta 1000 trönur

Viltu vera með í skemmtilegu og gefandi verkefni og læra að brjóta Origami-trönu (fugl) úr fallegum pappír. Trönurnar verða síðan hengdar upp á Bókasafninu. Við stefnum á að brjóta 1000 trönur á Akranesi fyrir friði í heiminum. Tranan er orðin friðartákn víða um heim.
 
Origami er japanskt pappírsbrot og hefur í yfir þúsund ár vakið áhuga, gleði og verið áskorun fyrir bæði börn og fullorðna. Tranan er heilagur fugl í Japan og er tákn fyrir hamingju, frið, langlífi og heilsu. Þjóðtrúin segir að trönur geti lifað í þúsund ár og látið óskir rætast.
 
Að brjóta 1000 trönur hefur breiðst um allan heim og byggir á sögunni um litlu stúlkuna Sadako Sasaki sem var tveggja ára þegar sprengjan féll á Hiroshima (1945). Vegna geislavirkni frá sprengjunni greindist hún 10 árum seinna með hvítblæði eins og mörg önnur börn. Vinkona hennar færði henni Origami trönu á sjúkrahúsið, táknræna gjöf. Sadako fór þá að brjóta trönur og náði að brjóta sexhundruð fjörutíu og fjórar trönur fyrir dauða sinn. Vinir hennar brutu þær trönur sem vantaði upp á þúsund. Í framhaldi af því hófu þeir söfnun fyrir minnismerki. Fimmta maí árið 1958 var minnismerkið (The Children´s Peace Monument) vígt í friðargarðinum við Hiroshima (Hiroshima Peace Memorial Park).

Friðarminningargarðurinn í Hiroshima - Hiroshima Travel
Á ári hverju berast milljónir Trana úr öllum heimshornum og þeim er komið fyrir í kringum minnismerkið. Sagan um Sadako og minnismerkið er notuð í skólum víða um heim til umfjöllunar um stríð og frið.
 
Vinsamlegast athugið að börn yngri en 12 ára verða að vera í fylgd með forráðamanni til aðstoðar. Allur pappír, skæri og leiðbeiningar eru til staðar 🙂
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00