Inngilding - Morgunkaffi Símenntunar á Vesturlandi
20. mars kl. 09:00-10:00
Fundir og ráðstefnur
TEAMS fundur
Í þessum netfyrirlestri á Teams ætlar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, inngildingarfulltrúi landskrifstofu Erasmus+ að fjalla um inngildingu, útskýra hvað inngilding sé eiginlega, ræða um mikilvægi inngildingar fyrir allskonar fólk, áhrif jaðarsetningar á líðan fólks og skoða sérstaklega stöðu fólks af erlendum uppruna.Veltum fyrir okkur spurningunni hvort nauðsyn sé á sérstökum inngildingarstefnum eða hvort inngilding ætti að vera hluti af jafnréttisáætlunum.
Fyrirlesturinn er opinn öllum á Vesturlandi og er styrktur af Fjölmenningarskóla Vesturlands.
Skráning fer fram á jovana@simenntun.is/437-2394 – takmarkaður fjöldi.