Írskir dagar - dagskrá fimmtudags
Dagskráin er birt með þeim fyrirvara að vegna aðstæðna gæti þurft að gera breytingar eða í henni kunna að leynast villur.
Dagskráin verður uppfærð á þessari síðu þegar breytingar munu koma upp.
12:30 Bókasafn Akraness
Nýkrýndur Bæjarlistamður Akraness 2018, Eddi lár, leikur af fingrum fram.
15:30 Bókasafn Akraness
Opnun málverkasýningar Þorvaldar Arnars Guðmundssonar, Myndheimur Þorvaldar.
16:00-17:30 Grillveisla Húsasmiðjunnar
Hin árlega grillveisla Húsasmiðjunnar er fyrir löngu orðin fastur liður á hátíðinni. Það er tilvalið að líta við og fá sér eina með öllu.
17:30-19:00 Bókmenntaganga – “Kellingar” minnast fullveldis
Bókmenntagangan hefst við Akratorg. Í gönguferð um Skagann er horfið aftur til ársins 1918, sögð saga nokkurra húsa og fólksins er þar bjó. Þá er lesið upp úr blaðinu Morgunroðinn, handskrifað blað Ungmennafélags Akraness, þar hljóma raddir ungra Akurnesinga árið 1918. Göngunni lýkur í Gamla kaupfélaginu, þar sem boðið verður upp á þjóðlegt tónlistaratriði í umsjón Huldu Gestsdóttur og Ketils Bjarnasonar.
19:30 Bíóhöllin
Sérsýning á írsku heilmildamyndinni School Life í boði Iceland Documentary Film Festival. Á undan sýningunni verður stutt kynning á viðburðinum sem haldin verður á Akranesi í júlí 2019. Léttar veitingar í boði og aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Myndin er ekki með íslenskum texta.
20:00 Vinaminni
Sönghópurinn Olga Vocal Ensamble. Fjölbreytni í lagavali og tónlistarstíl ræður ríkjum í efnisvali Olgu manna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðgangseyrir er kr. 2.500/Kalmansvinir kr. 1.500.
20:00 Lesbókin Café
Lifandi tónlist fram eftir kvöldi.
21:00-01:00 Svarti Pétur
Írsk stemming.
22:00 Pub Quiz á Gamla kaupfélaginu
Pub Quiz með Jóhanni Alfreð í boði Iceland Documentary Film Festival.
23:00 Gamla kaupfélagið
Heiðmar Eyjólfsson trúbbar fram á kvöld.