Fara í efni  

Myndlistarsýning Ástu Jónsdóttur - Lystitúr

"Lystitúr" er fjórða titilsýning myndlistarkonunnar Ástu Jónsdóttur. Sýningin er haldin helgarnar
8.-9. og 15.-16. mars í Gallerí Iceberg, Ægisbraut 30.
 
Lífið er ferðalag. Það getur verið brösótt og krefjandi á stundum. Lífið er líka stútfullt af tilhlökkun og gleði.
"Lystitúr“ er vatnslitasýning sem byggir á minningum og upplifunum sem hafa mótað Ástu í gegnum lífið. Í verkunum fer hún í gegnum bæði gleði og sorg, góðar stundir og erfiða reynslu sem hafa verið henni leiðarljós.
 
Sýningin er persónuleg og Ásta veitir áhorfendum tækifæri til þess að leyfa huganum að flakka og fara í sinn eigin persónulega lystitúr.
Boðið verður uppá léttar veitingar við opnun!
🎉🍬🥂🍫
 
Verið öllsömul hjartanlega velkomin!
🫶🏻🫶🏻🫶🏻🫶🏻
 
Opunartími:
Lau 8. mars 12-18
Sun 9. mars 12-18
Lau 15. mars: 12-16
Sun 16. mars: 12-16
 
 
📍Ægisbraut 30, Akranesi
🎨 @asta_skasta
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00