Fara í efni  

Leiklista- og spunanámskeið fyrir ungmenni

Hinu árlegu Vetrardagar á Akranesi eru á næsta leiti. (14-17 Mars 2024)
Að því tilefni verður boðið uppá leiklista og spunanámskeið fyrir þau sem eru fædd 2009 - 2012.
Frítt verður á námskeiðið og hvetjum við öll sem hafa áhuga á leiklist, eða bara þau sem hafa áhuga á að kynnast leiklist og því starfi á einhvern hátt.
Við hverju má búast?
Leiklist snýst fyrst og fremst um að nota ímyndunaraflið og leifa því að flæða. Maður fær að leika sér og halda í barnið í sér, sem er fljótt að hverfa, því manni langar oft að fullorðnast of fljótt. En leiklist hjálpar manni einnig að nýta hugmynda flugið sem allir hafa og skapa eitthvað skemmtilegt úr því.
við munum að gera allskonar leiklistatengdar æfingar, sem vinna með hlustun,rýmisvitund,raddæfingar,nota líkamann,karaktersköpun, spunaleiki, og margt fleira.
Leiklista- og spunanámskeið.
 
 
Kennari: Lára Magnúsdóttir - Leikkona.
Það er fjölda takmörkun á námskeiðið, þannig um að gera að skrá sig með góðum fyrirvara.
Skráning fer fram á: laram@akranes.is
Staðsetning: Dalbraut 4 
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00