Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)
615. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 11 . desember 2001 og hófst hann kl. 8:00.
Mættir voru: Inga Sigurðardóttir,
Oddný Valgeirsdóttir,
Sæmundur Víglundsson.
Pétur Svanbergsson
Tryggvi Bjarnason
Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir félagasráðgjafi ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Dreifing myndefnis
Tekið fyrir bréf Barnaverndarstofu varðandi eftirlit barnaverndarnefnda með dreifingu myndefnis. Æskulýðs- og félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að skrifa myndbandaleigum og Bíóhöllinni bréf til að minna á að úrskurðum Kvikmyndaskoðunar verði framfylgt.
4. Vímulaus æska
Félagsmálastjóri kynnti hugsanlegan samning við Foreldrahúsið -Vímulaus æska.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:30