Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

92. fundur 23. október 2001 kl. 19:00 - 19:30

92. fundur atvinnumálanefndar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18, Akranesi,  þriðjud. 23. okt. 2001 og hófst hann kl. 19:00.


Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Þórður Þ. Þórðarson,
 Elínbjörg Magnúsdóttir,
 Ástríður Andrésdóttir,
 Pétur Hansson.


Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Málþing um atvinnumál á Akranesi.
Rætt um dagskrá málþingsins, framsöguefni ræðumanna og annað sem tengist málþinginu.
Atvinnumálanefnd hvetur til þátttöku bæjarbúa á málþinginu.  

2. Kynningarblað fyrir Akranes, ?Skaginn skorar?.
Lagt fram kynningarblað fyrir Akranes sem dreift var með Morgunblaðinu í dag,  kynningarblað sem nefndin hefur unnið að á undanförnum vikum ásamt Athygli ehf.  Atvinnumálanefnd fagnar útgáfu blaðsins.  Nefndin telur að hér hafi tekist vel til í kynningu á bænum og þakkar þeim sem að þessum málum hafa komið.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00