Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

107. fundur 19. mars 2003 kl. 18:00 - 20:10

107. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. mars 2003 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
 Pétur Svanbergsson,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Þórður Þ. Þórðarson,
 Ástríður Andrésdóttir.

Auk þeirra bæjarritari Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð, ásamt markaðs- og atvinnufulltrúunum, Rakel Óskarsdóttur og Magnúsi Magnússyni.


Fyrir tekið:

 

1. Heimsókn í skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Kirkjubraut 40.
Skrifstofan og starfssemin skoðuð í fylgd Fríðu Þorkelsdóttur.

 

2. Endurskoðun stefnumótunar í atvinnumálum, ?Þeir fiska sem róa?. 
Samþykkt að fela markaðs- og atvinnufulltrúum að undirbúa tillögu að endurskoðun á stefnumótuninni.  Tillaga liggi fyrir í lok apríl n.k.

 

Pétur vék af fundi kl. 19:10.

 

3. Tilnefning á fyrirtæki ársins.
Markaðs- og atvinnufulltrúar kynntu þær tilnefningar sem borist hafa eftir að auglýst var eftir hugmyndum þar um.    Markaðs- og atvinnufulltrúum falið að vinna áfram að málinu.

 

4. Verkefni markaðs- og atvinnuskrifstofu.
Markaðs- og atvinnufulltrúar kynntu þau verkefni sem unnið er að.

 

5. Önnur mál.
Upplýst var að umsókn Akraneskaupstaðar til Byggðastofnunar um tilraunaverkefnið ?Rafrænt samfélag? hafi nú verið hafnað, einnig var kynnt niðurstaða umsókna til Svæðisvinnumiðlunar um atvinnu-átaksverkefni, en stór hluti þeirra verkefna sem sótt var um hefur verið hafnað.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00