Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

116. fundur 28. janúar 2004 kl. 18:15 - 20:10

116. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 28. janúar 2004, á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Ástríður Andrésdóttir,
 Þórður Þ. Þórðarson.

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð og markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir.


Fyrir tekið:

 

1. Staða atvinnumála á Akranesi. 

Guðrún Gísladóttir hjá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands mætti á fundinn og upplýsti fundarmenn um stöðu mála.
Guðrún lagði fyrir nefndina fróðlegar upplýsingar og tölur vegna áranna 1999-2003.  Þar kom m.a. fram að á Vesturlandi öllu voru skráðir atvinnulausir þann 26. janúar s.l. samtals 242 einstaklingar (98 karlar og 144 konur), þar af  samtals 135 einstaklingar á Akranesi.  Á sama tíma fyrir ári voru sömu tölur 289 á Vesturlandi öllu, en 147 á Akranesi. 


Með hliðsjón af stöðu atvinnuleysis á Akranesi leggur Atvinnumálanefnd á það áherslu að unnið verði markvisst að áframhaldandi atvinnu-átaksverkefnum með sambærilegum hætti og gert var á síðasta ári.

 

2. Starfsemi markaðs- og atvinnuskrifstofu.
Lagðir fram minnispunktar markaðs- og atvinnufulltrúa um starfsemi skrifstofunnar á næstu mánuðum.
Atvinnumálanefnd samþykkir að óska eftir fundi með bæjarráði til að ræða málefni skrifstofunnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00