Atvinnumálanefnd (2000-2008)
136. fundur atvinnumálanefndar var haldinn mánudaginn 2. mars 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, og hófst hann 18:15.
Mættir:Guðni Tryggvason formaður, Þórður Þórðarson, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Pétur Svanbergsson.
Auk þeirra Björn Elíson sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 448. mál, hámark krókaaflahlutdeildar o.fl.
Atvinnumálafulltrúa falið að skrifa umsögn og senda inn í samræmi við umræðu á fundinum.
2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006-2009, 391. mál.
Atvinnumálafulltrúa falið að skrifa umsögn í samræmi við umsögn nefndarinnar til Byggðastofnunar þegar unnið var að gerð þingsályktunartillögunnar hjá Byggðastofnun.
3. Ljósleiðari, kynningarfundur.
Sagt frá fyrirhuguðum kynningarfundi með OR.
4. Önnur mál.
Avinnumálafulltrúi rakti gang mála vegna vaxtasamnings og fleiri mála.
Fundi slitið kl. 19:20