Fara í efni  

Bæjarráð

3109. fundur 03. febrúar 2011 kl. 16:00 - 19:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Íþróttahús - Útleiga vegna skemmtanahalds

1012059

Fulltrúar árgangs "71 sem stóð fyrir þorrablóti Skagamanna í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, mættu á fundinn og kynntu fyrirkomulag þorrablótsins og hugmyndir sínar til áframhalds á slíkri skemmtun. Einnig kynnti árgangurinn aðkomu sína að viðburðum á Írskum dögum.

Bæjarráð færir árgangnum þakkir fyrir mikið og gott framtak við framkvæmd þorrablótsins.

2.Átak í nýsköpunar- og atvinnumálum

1012103

Erindisbréf lagt fram til staðfestingar. Tilnefning í starfshóp.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið. Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshópinn: Hörður Svavarsson, Ólafur Adolfsson, Guðni Tryggvason, Sævar Þráinsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir sem jafnframt verði formaður starfshópsins.

3.Ferðatengd þjónusta

1101008

Erindisbréf lagt fram til staðfestingar. Tilnefning í starfshóp.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið. Tilnefningu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Einar óskar bókað: "Tel óeðlilegt að nýstofnað félag ferðaþjónustuaðila á Akranesi tilnefni aðila í starfshóp sem Bæjarstjórn Akraness fól bæjarráði að stofna. Starfshópurinn gerir tillögur um útdeilingu umtalsverðra fjármuna. Tel eðlilegt að bæjarráð tilnefni alla einstaklingana í hópinn eins og er gert með starfshóp um gerð framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök og starfshóp um atvinnumál á Akranesi. Hef að öðru leiti ekki athugasemdir við erindisbréf fyrir starfshóp um átaksverkefni við ferðatengda þjónustu á Akranesi."

4.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur

1102007

Jóhann Þórðarson, starfsmaður Endurskoðunarskrifstofunnar Álits ehf, mætti á fundinn til viðræðna um málefni félagsins.

Hrönn Ríkharðsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, fór yfir málefni fyrirtækisins.

5.Framlag vegna framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

Erindisbréf lagt fram til staðfestingar. Tilnefning í starfshóp.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið. Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshópinn: Einar Brandsson, Guðmundur Páll Jónsson, Þröstur Ólafsson og Einar Benediktsson.

6.Símenntun fyrir sveitarstjórnarfólk.

1101193

Fundarboð SSV vegna aðkomu sveitarfélaga á Vesturlandi á endurskipulagningu Háskólans á Bifröst. Fundurinn verður þann 7. febrúar kl. 10:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar.

Lagt fram.

7.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Bréf Ferðamálastofu dags. 25. janúar 2011 varðandi endurgreiðslu á styrk til uppbyggingar ferðaþjónustu á Vesturlandi.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

8.Búnaðarkaup árið 2011

1101176

Beiðni framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 1. febrúar 2011 vegna kaupa á tölvubúnaði að fjárhæð kr. 150.000.-

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

9.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 25. janúar 2011 þar sem óskað er eftir að nýtt deiliskipulag í Æðarodda verði samþykkt með þeim breytingum sem nefndin gerði tillögu um. Vísað er til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Vegtollar til vesturlands

1101187

Bréf stjórnar SSV dags. 21. janúar 2011 þar sem ályktun stjórnar er kynnt vegna fyrirhugaðrar viðbótar á vegtollum á þjóðvegum til Vesturlands.

Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar SSV varðandi málið.

11.Faxabraut 3, tillaga að nýtingu lóðar

907040

Bréf Faxaflóahafna sf dags. 2. febrúar 2011 varðandi byggingu þjónustuhúss fyrir smábátaútgerðir. Farið er þess á leit að Akraneskaupstaður komi að framkvæmdinni með kauðum á 10,990% eignarhluta í húsinu og að nýtinarhlutfall lóðarinnar verði lækkað.

Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til þess að verkefnið er til eflingar hafnarsvæðisins sem fiskihöfn. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

12.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerðir starfshóps frá 26. janúar 2011.

Lagðar fram.

13.Menningarráð - Fundargerðir 2010.

1002152

Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands nr.46,47 og 48 frá 25.8.2010, 6.10.2010,8.11.2010.

Lagðar fram.

14.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerðir nr. 49 og 50 frá 5. og 19. janúar 2011.

Lagðar fram.

15.Fundargerðir sjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1102004

1. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 26.janúar 2011.

Lögð fram.

16.Fundargerðir OR - 2011

1101190

Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur nr. 145 og 146 frá 24.1.2011 og 28.1.2011.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00