Bæjarráð
1.Íþróttahús - Útleiga vegna skemmtanahalds
1012059
2.Átak í nýsköpunar- og atvinnumálum
1012103
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið. Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshópinn: Hörður Svavarsson, Ólafur Adolfsson, Guðni Tryggvason, Sævar Þráinsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir sem jafnframt verði formaður starfshópsins.
3.Ferðatengd þjónusta
1101008
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið. Tilnefningu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Einar óskar bókað: "Tel óeðlilegt að nýstofnað félag ferðaþjónustuaðila á Akranesi tilnefni aðila í starfshóp sem Bæjarstjórn Akraness fól bæjarráði að stofna. Starfshópurinn gerir tillögur um útdeilingu umtalsverðra fjármuna. Tel eðlilegt að bæjarráð tilnefni alla einstaklingana í hópinn eins og er gert með starfshóp um gerð framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök og starfshóp um atvinnumál á Akranesi. Hef að öðru leiti ekki athugasemdir við erindisbréf fyrir starfshóp um átaksverkefni við ferðatengda þjónustu á Akranesi."
4.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
1102007
Hrönn Ríkharðsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, fór yfir málefni fyrirtækisins.
5.Framlag vegna framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök
1101010
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið. Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshópinn: Einar Brandsson, Guðmundur Páll Jónsson, Þröstur Ólafsson og Einar Benediktsson.
6.Símenntun fyrir sveitarstjórnarfólk.
1101193
Lagt fram.
7.Viskubrunnur í Álfalundi
901156
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
8.Búnaðarkaup árið 2011
1101176
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.
9.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag
1004078
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10.Vegtollar til vesturlands
1101187
Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar SSV varðandi málið.
11.Faxabraut 3, tillaga að nýtingu lóðar
907040
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til þess að verkefnið er til eflingar hafnarsvæðisins sem fiskihöfn. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
12.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.
1010101
Lagðar fram.
13.Menningarráð - Fundargerðir 2010.
1002152
Lagðar fram.
14.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011
1101174
Lagðar fram.
15.Fundargerðir sjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1102004
Lögð fram.
16.Fundargerðir OR - 2011
1101190
Lagðar fram.
Fundi slitið - kl. 19:20.
Bæjarráð færir árgangnum þakkir fyrir mikið og gott framtak við framkvæmd þorrablótsins.