Fara í efni  

Bæjarráð

3163. fundur 30. ágúst 2012 kl. 16:00 - 17:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Síminn - samskiptalausn

1208065

Minnisblað bæjarritara, dags. 14. ágúst 2012, um samskiptalausnir Símans. Tölvupóstur viðskiptastjóra Símans dags. 26. júlí 2012 og drög að þjónustusamningi um samskiptalausnir.
Frestað frá síðasta fundi.

Bæjarritari gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara um endurnýjun símkerfa í stofnunum bæjarins og felur honum að ganga frá nauðsynlegum samningum þar um við Símann. Útgjöld ársins, sem nemur 1,6 m.kr. komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1, en gert verði ráð fyrir útgjöldum áranna 2013-2015 í fjárhagsáætlunum viðkomandi ára vegna leigu búnaðar.

2.Atvinnu- og markaðsmál

1107114

Starf verkefnastjóra í atvinnumálum.

Bæjarstjóra falið að ræða við verkefnastjóra í atvinnumálum um að ráðningarsamningur við hann verði framlengdur til og með 31. desember nk. En á þeim tíma mun fara fram mat á hvernig þeim verkefnum verður skipað eftir það.

3.Breytingar á fjárhagsáætlun - álit reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 2/2012

1208168

Tölvupóstur Innanríkisráðuneytisins, dags. 20. ágúst 2012.

Lagt fram.

4.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

Minnisblað framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 27. ágúst 2012.

Lagt fram.

5.Brekkubæjarskóli - kaup á ljósritunarvél.

1208171

Beiðni skólastjóra Brekkubæjarskóla dags. 27.8.2012, um að fá að kaupa ljósritunarvél.

Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra Brekkubæjarskóla um heimild til skólans um leigu ljósritunarvélar með rekstrarleigusamningi. Ekki er þörf viðbótarfjárveitingar innan ársins, þar sem fjárheimildir eru til staðar í fjárhagsáætlun skólans.

6.Launalaust leyfi í ár

1208110

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 24. ágúst 2012, þar sem lagt er til að Íris Björg Þorvarðardóttir leikskólakennari, fái launalaust leyfi í eitt ár.

Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Launalaust leyfi í ár.

1208170

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 27. ágúst 2012, þar sem lagt er til að Soffía M. Pétursdóttir leikskólakennari og þroskaþjálfi, fái launalaust leyfi í eitt ár.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.FVA - Comeniusarverkefni, móttaka á erlendum kennurum og nemendum

1208162

Bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 22.ágúst 2012, þar sem óskað er eftir þátttöku við móttöku á erlendum gestum.

Bæjarráð samþykkir að bjóða hópnum til móttöku.

9.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.

1202219

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 28.8.2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Afgreiðslu frestað. Guðmundur Páll og Einar gerðu grein fyrir hugsanlegu vænhæfi sínu með vísan til sveitarstjórnarlaga.

10.Starfshópur um jafnréttisstefnu - fundargerðir

1205094

Fundargerðir starfshóps um jafnréttisstefnu frá 16. maí, 20. og 27. ágúst 2012.

Lagðar fram.

11.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

Dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður þann 14. september nk. á Akranesi.

Lögð fram.

12.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

3. fundur starfshóps um stjórnskipulag Akraneskaupstaðar frá 23. ágúst 2012.

Lögð fram.

13.Aðalfundur samtaka sveitarfélaga 2012

1208034

Dagskrá aðalfundar SSV sem haldinn verður í Stykkishólmi dagana 31.ágúst og 1. september n.k.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00