Fara í efni  

Bæjarráð

3136. fundur 01. desember 2011 kl. 08:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Framleiðsla á innrennslislyfjum.

1109151

Bréf starfshóps um atvinnumál, dags. 22. nóvember 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að ganga til samninga við Centra um síðari hluta samnings.
Á fundinn mættu til viðræðna þeir Ólafur Adolfsson, Guðjón Brjánsson og Guðjón Steindórsson verkefnastjóri.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur verkefnastjóra atvinnumála að ganga frá samningnum. Fjárveiting komi af fjárveitingu til atvinnumála.

2.Fjárhagsáætlun 2012

1111155

Á fundinn mætti fjármálastjóri, Andrés Ólafsson, til viðræðna.

Farið yfir gögn varðandi áætlunina. Lögð fram rekstraráætlun Höfða. Fjármálastjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi fjárhagsáætlun Höfða.

3.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun 2012

1111070

Bréf HEV dags. 2. nóvember 2011, þar sem greint er frá samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og þjónustugjaldskrá. Jafnframt er greint frá endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 og uppgreiðslu á uppsöfnuðum halla. Óskað er staðfestingar á gjaldskrá, fjárhagsáætlun 2012 og greiðslufyrirkomulagi á uppsöfnuðum halla eldri ára.
Formaður stjórnar HEV, Jón Pálmi Pálsson gerði grein fyrir málunum.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00