Fara í efni  

Bæjarráð

3174. fundur 07. desember 2012 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Langtímaveikindi starfsmanna 2012 - ráðstöfun fjármuna

1112142

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 4. desember 2012, þar sem óskað er eftir fjárframlagi að upphæð kr. 4.619.855,- til að mæta kostnaði vegna veikinda tveggja starfsmanna við íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum.

Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2012.

2.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2012

1206079

Fundargerð stjórnar frá 30.11.2012

Lögð fram.

3.SSV - fundargerðir 2012.

1203022

Fundargerð stjórnarfundar SSV frá 28. nóvember 2012.

Lögð fram.

4.Frumvarp til laga, mál nr. 49 - um húsaleigubætur (réttur námsmanna)

1211240

Beiðni alþingis um umsögn dags 26. nóvember 2012.

Lagt fram.

5.Betra líf, mannúð og réttlæti - stuðningur við átak

1212018

Bréf formanns S.Á.Á. þar sem óskað er eftir stuðningsyfirlýsingu við tillögur um átakið "Betra líf - mannúð og réttlæti".

Lagt fram.

6.Skagaverk ehf - skaðabótakrafa

1201083

Stefna Skagaverks ehf. á hendur Akraneskaupstað, lögð fram í Héraðsdómi Vesturlands 4. desember 2012.

Lögmanni Akraneskaupstaðar falið að gæta hagsmuna kaupstaðarins í málinu.

7.Úttekt á brunavörnum á iðnaðasvæði Grundartanga

1209120

Afrit af bréfi mannvirkjastofnunar til slökkviliðsstjóra dags. 29. nóvember 2012 ásamt meðfylgjandi úttektarskýrslu dags. 20. nóvember 2012.

Bæjarstjóra falið að óskað eftir viðræðum við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar um málið.

8.Héraðsskjalasafn - aukning á stöðugildi

1211238

Bréf héraðsskalavarðar mótt: 28. nóvember 2012, þar sem óskað er eftir 50% viðbótarstöðu á héraðsskalasafnið.

Lagt fram.

9.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 4. desember 2012, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 3,9 millj. til að mæta kostnaði við viðgerð á Gamla vitanum skv. samningi við Trésmiðjuna Akur ehf.

Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2012.

10.OR - lán frá eigendum

1212014

Tölvupóstur Reykjavíkuborgar dags. 3.12.2012 og drög að viðbótarskilmálum við lánasamning eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur sem undirritaður var 13.4.2011.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skilmálabreytingu á lánasamningi á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Akraneskaupstaðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Bæjarstjóra falinn frágangur málsins.

11.Jólakort Akraneskaupstaðar 2012

1112027

Akraneskaupstaður hefur undanfarin ár ákveðið að í stað útsendra jólakorta til viðskiptavina og starfsmanna kaupstaðarins, að styrkja í þess stað eitthvað tiltekið málefni.

Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd á Akranesi kr. 200.000.- fjárframlag til stuðnings þeim mikilvægu verkefnum sem nefndin vinnur að.

12.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Akraneskaupstaðar.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2013

1211034

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 4. desember 2012, þar sem lögð er til breyting á gjaldskrá gatnagerðargjalda, þ.e. að gjöld á atvinnuhúsnæði skv. 3. gr. gjaldskrárinnar verði lækkuð um 15%.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gjaldskrá gatnagerðargjalds vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 15% og þá hefur gjaldskrá gatnagerðargjalda lækkað um 45% á skömmum tíma. Ákvörðun þessi er tekin til að örva uppbyggingu atvinnulífsins á Akranesi.

14.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Rekstrarniðurstaða fyrir janúar - október 2012. Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 4. desember 2012.

Rekstrarniðurstaða fyrir janúar - október 2012. Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 4. desember 2012.
Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 126,6 millj. kr., en til samanburðar er áætluð neikvæð niðurstaða 65,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 29,9 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 23,6 millj. kr.
Lagt fram.

15.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

1209058

Tillaga um viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2012 dags. 5.12.2012.

Fyrir liggur breytingartillaga fjármálastjóra við fjárhagsáætlun ársins 2012 og gerir tillagan ráð fyrir að rekstrarafkoma samstæðu eftir breytingar verði 4,1 m.kr í jákvæðri rekstrarafkomu. Handbært fé frá rekstri verði 597,4 m.kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2014-2016

1201106

Tillaga að breytingum á A og B hluta fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar til þriggja ára, 2014-2016 dags. 5.12.2012.

Fyrir liggur breytingartillaga við fjárhagsáætlun, þannig að rekstrarafkoma samstæðu verður 411,3 m.kr. í rekstrarafgang og handbært fé í árslok 915,4 m.kr.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

17.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Tillaga að breytingum á A og B hluta fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar 2013 dags. 5.12.2012.

Fyrir liggur breytingartillaga við fjárhagsáætlun, þannig að rekstrarafkoma samstæðu verður 5.040 þús. kr. í rekstrarafgang og handbært fé í árslok 451,1 m.kr.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00