Fara í efni  

Bæjarráð

3119. fundur 09. júní 2011 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 7. júní 2011, þar sem gerð er grein fyrir rekstrarstöðu Akraneskaupstaðar frá janúar til apríl 2011.

Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 22 mkr. á móti áætluðum hagnaði 50 mkr. Rekstrarniðurstaða er tap að fjárhæð 79,1 mkr. á móti áætluðum hagnaði 22,8 mkr.

Lagt fram.

2.Sólmundarhöfði - tillaga frá bæjarstjórnarfundi 31. maí 2011.

1106089

Eftirfarandi tillögu var vísað til umfjöllunar bæjarráðs:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að láta fjarlægja þau mannvirki sem fjarlægja má á Sólmundarhöfða. Ef ekki má fjarlægja einhver mannvirki þar, þá láta mála þau eða snyrta svo sómi sé af. Einnig að lóð sé slegin og rökuð og henni haldið þannig við sem snyrtilegastri.
Einnig verði framkvæmdastjóra falið í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd að koma með tillögu og kostnaðaráætlun um hvernig sé best að leggja göngu- og hjólreiðastíg um Sólmundarhöfða sem tengir saman stíga frá Leynisbraut að Langasandi. Verkið verði unnið eins fljótt og unnt er og tillögur og kostnaðaráætlun lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn."

Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að sjá til þess að umhverfi og hús á Sólmundarhöfða verði snyrt. Jafnframt verði framtíðarnýting svæðisins könnuð.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, númer 787 dags. 27. maí 2011.

Lögð fram.

4.Samgöngunefnd SSV - fundargerðir

1104085

Fundargerð samgöngunefndar SSV dags. 13. apríl 2011.

Lögð fram.

5.Fundargerðir OR - 2011

1101190

Fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur númer 156 dags. 20. maí 2011.

Lögð fram.

6.Fundargerðir - Saga Akraness

1105138

Fundargerðir ritnefndar um sögu Akraness nr.78 frá 14/10 2010, nr. 79 frá 17/1, nr. 80 frá 18/5 og nr. 81 frá 7/6 2011.

Lagðar fram.

7.Sumarafleysing - beiðni um tímabundna ráðningu

1106030

Bréf Fjölskyldustofu, dags. 9. júní 2011, varðandi erindi forstöðumanns Fjöliðjunnar þar sem óskað er eftir heimild til að ráða starfsmann í þrjá mánuði vegna sumarafleysinga. Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum 7. júní sl. að leggja til við bæjarráð að veitt verði heimild til tímabundinnar ráðningar í þrjá mánuði.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.Faxaflóahafnir - ársskýrsla

1106027

Ársskýrsla Faxaflóahafna 2010.

Lögð fram.

9.Aðalfundur OR 2011

1106061

Fundarboð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður fimmtudaginn 23. júní nk. kl. 13:00 að Bæjarhálsi 1, 6. hæð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

10.Saga Akraness - ritun.

906053

Til viðræðna mætti Jón Gunnlaugsson, formaður ritnefndar um Sögu Akraness.

Bæjarstjóra og formanni ritnefndar falið að leggja tillögu fyrir bæjarráð um framhald verksins.

11.Stjórn fiskveiða

1106044

Tölvupóstur Rúnars Þórs Stefánssonar, formanns Útvegsmannafélags Akraness, dags. 6. júní 2011, þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn sameinist félaginu í sameiginlegri yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórn fiskveiða.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Útvegsmannafélags Akraness.

12.Fánaskreytinar á ljósastaura

1106042

Bréf Akranesstofu, dags. 5. júní 2011, þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum um fánaskreytingar á ljósastaurum og kostnaði verksins.

Lagt fram. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð 1,1 mkr. vegna verkefnisins. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

13.17. júní hátíðarhöld og Norðurálsmót 17.-19. júní

1106043

Bréf Akranesstofu, dags. 5. júní 2011, þar sem gerð er grein fyrir hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní og Norðurálsmóti dagana 17.-19. júní nk. ásamt áætlun um kostnað.

Lagt fram. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð 2,5 mkr. vegna kostnaður við hátíðarhöldin. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

14.Suðurgata 57 - "Gamla Landsbankahúsið"

1105130

Athugun á hugsanlegum kostum varðandi húseignina við Suðurgötu 57.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða hvort til greina komi að Akraneskaupstaður eignist húsið.

15.Heilbrigðiseftirlit - greiðsluframlag 2011

1103125

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 25. maí 2011, ásamt yfirliti yfir beingreiðslur sveitarfélaga til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Lagt fram.

16.Nýbúafræðsla - framlag jöfnunarsjóðs 2011

1105113

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 23. maí 2011 þar sem tilkynnt er um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2011.

Lagt fram. Bæjarráð samþykkir að fela Fjölskyldustofu að yfirfara listann m.t.t. nemendaskráningar.

17.Orkuveita Reykjavíkur - úttekt

1105118

Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 25. maí 2011, þar sem óskað er eftir aðild Akraneskaupstaðar að úttekt á Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð telur rétt að Akraneskaupstaður eigi aðild að úttektinni á Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarráð leggur áherslu á að fyrirliggjandi gögn og upplýsingar verði nýtt eins og kostur er við úttektina og þannig verði að henni staðið að hún dragi ekki kraft úr fyrirtækinu og möguleikum stjórnenda þess til að styrkja rekstur þess til framtíðar samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun.

18.Sveitarstjórnarlög - umsögn um frumvarp

1106026

Frumvarp til sveitarstjórnarlaga til umsagnar.
http://www.samband.is/media/umsagnir-139/Sveitarstjornarlog.pdf

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00