Bæjarráð
1.Valdís Þóra Jónsdóttir - Umsókn um styrk til æfinga- og keppnisferða árið 2008-2009
810154
2.Móttaka ræðismanns Færeyja - Gunvör Balle
810181
Bæjarstjóra falið að annast móttökuna.
3.Frestun framkvæmda
810170
4.Málefni Fjölbrautarskólans.
810167
Á fundinn mætti til viðræðna Hörður Helgason, skólameistari. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við FVA um kaup á húsnæði að fjárhæð 6,7 milljónir króna.
5.Tillögur um rekstur Byggðasafnsins í Görðum.
810168
Meirihluti bæjarráð Akraness samþykkir að hefja viðræður við Adolf Friðriksson um rekstur Byggðasafnsins í Görðum samkvæmt hugmyndum hans sem hann kynnti fyrir bæjarstjórn Akraness 14. október s.l. Hugmyndirnar ganga út á umfangsmiklar breytingar á starfseminni en þó er gert ráð fyrir að rekstrarframlag eigenda verði óbreytt. Bæjarritara og formanni Akranesstofu er falið að annast viðræður við Adolf um verkefnið. Rún óskar bókað að hún geti ekki samþykkt að hefja formlegar viðræður að svo komnu máli. Margt mjög gott og áhugavert kom fram á kynningarfundi Adolfs Friðrikssonar 14. október en mörgum spurningum er enn ósvarað og þykir henni eðlilegt að fundur verði haldinn með bæjarfulltrúum og stjórn Akranesstofu um málið áður en lengra er haldið. Meirihluti bæjarráðs vill taka fram að fá mál hafa verið jafnvel kynnt og umrætt mál.
Tillaga 2.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að teknar verði upp viðræður um breytingar á skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum. Jafnframt fellur úr gildi bókun bæjarráðs frá 16. október s.l., töluliður 1, um sama efni.
Greinargerð:
Verði af samningi milli eigenda Byggðasafnsins í Görðum og Adolfs Friðrikssonar er ljóst að miklar breytingar verða á starfsemi byggðasafnsins. Hugsanleg tengsl við háskóla og rannsóknarstarfsemi, t.d. fornleifarannsóknir, munu m.a. verða stórir áhrifavaldar í þessum breytingum. Það er því grundvallar atriði að eigendur safnsins noti árið 2009 til að endurskoða skipulagsskrá safnsins með tilliti til breyttra forsendna.
6.Efnahagsmál, ástand og horfur á Vesturlandi.
810129
7.KSÍ - Fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands.
810151
8.Hestamannafélagið Snæfellingur - Styrkbeiðni vegna Fjórðungsmóts á Kaldármelum í júlí 2009.
810162
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
9.Bandalag íslenskra skáta - Umsókn um styrk vegna skátamóts(Roverway) sem haldið verður árið 2009.
810157
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.
10.Ráðningar framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra.
810142
Einnig bréf sviðsstjóra fjöskyldusviðs, þar sem fram kemur að hún þiggi starf félagsmálastjóra.
Lagt fram.
11.Tillaga um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa árið 2009.
810136
Vísað til fjárhagsáætlunar 2009.
12.Bygging verknámshúss fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar í FVA.
810140
Vísað til fjárhagsáæltunar 2009.
13.Fjölnotaíþróttahús á Akranesi.
810153
Lagt fram.
14.Erindi Gyðu Bentsdóttur og Flemmings Madsen varðandi bótakröfu sem var sett var fram 19. október 200
810104
Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 16. október s.l. þar sem vísað var til fyrri afgreiðslu frá 20. október 2005.
15.Kalmansbraut - Lagfæringar á slitlagi Kalmansbrautar (frá Olís að Þjóðbraut)
810163
Meirihluti bæjarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði frá Hlaðbæ-Colas að fjárhæð kr. 2.697.000, enda um lágmarksendurbætur að ræða. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2008. Bæjarráð vill taka fram að það telur eðlilegt að krefja Vegagerðina um endurgreiðslu þar sem um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og sem Vegagerðin gekk ekki frá á sínum tíma. Rún telur eðlilegt að vísa málinu til fjárhagsáætlunar 2009.
16.Auknar fiskveiðiheimildir - Tillaga meirihluta bæjarstjórnar.
810169
Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfshóp með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki á Akranesi til að fara yfir ályktun bæjarstjórnar og skili niðurstöðu fyrir næsta fund bæjarstjórnar Akraness. Bæjarritari starfi með hópnum og kalli hann saman.
Gunnar Sigurðsson tilgreindi að Þórður Þ. Þórðarson verði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í starfshópnum.
17.Efnahagsmál - Tillaga að samráðshópi, dags. 29.10.2008.
810164
Bæjarráð samþykkir að setja á stofn samstarfshóp sem meti stöðu og leggi á ráðin um áhrif efnahagsmála.
Starfshópinn skipi eftirtaldir:
Gunnar Ríkharðsson frá Vinnumálastofnun Vesturlands.
Ólafur Þ. Hauksson, sýslumaður á Akranesi.
Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs starfi með hópnum og kallar hann saman til fundar.
18.Stjórnsýslumál nr. 50/2008 Magnús Þór Hafsteinsson gegn Akraneskaupstað vegna breytinga á lögum um s
807017
Úrskurðarorð: Bæjarstjórn Akraness var heimilt að breyta efnisákvæði 44. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar á þnnn veg að einungis aðal- og varamenn í bæjarstjórn Akraness væru kjörgengnir sem varamenn í bæjarráð.
Kosning varamanna í bæjarráð Akraness, þann 19. maí 2008, er gild.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.