Bæjarráð
1.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
2.Bæjarstjórnarfundur - frestun
1201041
Að höfðu samráði við bæjarfulltrúa samþykkir bæjarráð að fresta næsta reglulegum bæjarstjórnarfundi og að hann verði haldinn í þess stað þann 17. janúar n.k.
3.Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar - samkomur
1201042
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að öll notkun íþróttamannvirkja á Akranesi til almenns dansleikjahalds þar sem áfengi er haft um hönd sé bönnuð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi breytingu á reglunum:
"Þó er heimilt að víkja frá þessu banni með samþykki bæjarráðs, enda sé sýnt að ekki sé mögulegt, s.s. vegna líklegrar aðsóknar, að halda dansleik eða samkomu annars staðar í sveitarfélaginu og þá liggi fyrir, að mati ráðsins, að gerðar verði fullnægjandi ráðstafanir, t.d hvað varðar, sölu og/eða dreifingu aðgangsmiða, aldurstakmark, dyravörslu og fyrirkomulag sölu og/eða veitinga áfengis, til að dansleikur eða samkoma megi fara vel fram."
4.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð felur Strætó bs að gera tillögur að reglum um fyrirkomulag aksturs og fjölda farþega þegar veður eru válynd á aksturleiðinni á milli Akraness og Rvík.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Farið var yfir tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárhagsáætlunar 2012.