Fara í efni  

Bæjarráð

3142. fundur 05. janúar 2012 kl. 16:00 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri. Minnisblöð framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og Framkvæmdastofu frá 3. janúar 2012 og minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu dags. 4. janúar 2012 lögð fram til kynningar.

Farið var yfir tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárhagsáætlunar 2012.

2.Bæjarstjórnarfundur - frestun

1201041

Ákvörðun um frestun á bæjarstjórnarfundi þann 10. janúar n.k.

Að höfðu samráði við bæjarfulltrúa samþykkir bæjarráð að fresta næsta reglulegum bæjarstjórnarfundi og að hann verði haldinn í þess stað þann 17. janúar n.k.

3.Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar - samkomur

1201042

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2007 eftirfarandi reglur vegna útleigu íþróttamannvirkja:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að öll notkun íþróttamannvirkja á Akranesi til almenns dansleikjahalds þar sem áfengi er haft um hönd sé bönnuð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi breytingu á reglunum:
"Þó er heimilt að víkja frá þessu banni með samþykki bæjarráðs, enda sé sýnt að ekki sé mögulegt, s.s. vegna líklegrar aðsóknar, að halda dansleik eða samkomu annars staðar í sveitarfélaginu og þá liggi fyrir, að mati ráðsins, að gerðar verði fullnægjandi ráðstafanir, t.d hvað varðar, sölu og/eða dreifingu aðgangsmiða, aldurstakmark, dyravörslu og fyrirkomulag sölu og/eða veitinga áfengis, til að dansleikur eða samkoma megi fara vel fram."

4.Strætó bs. - útboð á akstri

1103168

Drög að verksamningi um akstur milli Akraness og Mosfellsbæjar.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð felur Strætó bs að gera tillögur að reglum um fyrirkomulag aksturs og fjölda farþega þegar veður eru válynd á aksturleiðinni á milli Akraness og Rvík.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00