Bæjarráð
1.Frestir lóðarhafa til framkvæmda.
912090
2.Sveinbjörn Sigurðsson hf. - málefni
912071
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lagt er til að fallist sé á samninginn sem lýtur að uppgjöri vegna Hvítanesreits annarsvegar og kostnaðar vegna innaksturs að Dalbraut 32 hinsvegar á grundvelli minnisblaðs Ívars Pálssonar lögmanns Landslaga varðandi málið. Bæjarráð ítrekar að rétt hafi verið staðið að skipulagi á Hvítanesreit.
3.Akranesstofa - samstarf stofnana.
912063
Lagt fram.
4.Byggðasafnið í Görðum - rekstur
811087
Lagt fram.
5.Sorphirða
903109
Lagt fram.
6.Garðalundur - deiliskipulag
912025
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
7.Tölvubúnaður - innkaup 2010
1001069
Bæjarráð leggur til að erindunum verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
8.Baugalundur 18 - vextir af útlögðum kostnaði vegna tafa á afhendingu
807059
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
9.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.
912005
Fyrirliggjandi er umsögn Fjölskylduráðs og Framkvæmdaráðs. Ekki hefur borist umsögn aðalstjórnar IA.
Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdaráði að taka upp viðræður við KÍA um erindið.
10.Styrkir frá Viator ehf.
1001087
Á Akranesi var ákveðið að styrkja tvær stofnanir, annars vegar Endurhæfingarmiðstöðina HVER með 150.000.- og hins vegar Fjöliðjuna á Akranesi með sömu upphæð.
Bæjarráð þakkar Viator e.h.f./ Bjarnheiði Hallsdóttur og Pétri Óskarssyni gott framlag til samfélagsmála á Akranesi.
11.Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, fundargerðir 2009
904099
Lagðar fram.
12.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands 2009.
902019
Lagðar fram.
13.OR - Heildarstefna.
1001015
Lögð fram.
14.Framkvæmdastofa - aukafjárveiting 2010
1001097
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
15.Tækifæri - hugmyndasetur fyrir ungt fólk
1001060
Tillaga:
Bæjarráð hefur kynnt sér tillögu sem gengur undir heitinu ?Tækifæri? en þar er tillaga að hugmyndasetri og skilgreindum verkefnum fyrir ungt atvinnulaust fólk. Bæjarráð felur verkefnisstjórn sem skilgreind er í ?Tækifæri? að vinna áfram að málinu og undirbúa umsókn til félagsmálaráðuneytis um þátttöku í föstum kostnaði.
16.Atvinnu- og fjölskyldumál
1001086
Bæjarráð samþykkir að skipa tvo fjögurra manna starfshópa vegna atvinnumála á Akranesi:
Annar hópurinn undirbýr verkefni sem nefnist fab/lab og geri hann tillögu að verkefninu og leggur fyrir bæjarráð.
Gerð er tillaga um að Eydís Aðalbjörnsdóttir verði formaður og aðrir í hópnum eru Sturlaugur Sturlaugsson, Guðmundur Valsson og Þröstur Ólafsson.
Hinn hópurinn fjalli um atvinnumál og geri tillögu til bæjarráðs um á hvern hátt Akraneskaupstaður geti komið í veg fyrir atvinnuleysi eða að það verði sem minnst, m.a. með auknum verkefnum kaupstaðarins og fyrirtækja á staðnum.
Gerð er tillaga um að Karen Jónsdóttir verði formaður starfshópsins og aðrir í hópnum eru Sturlaugur Sturlaugsson, Björn Guðmundsson og Hjördís Garðarsdóttir.
Bæjarráð óskar eftir því að Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu og Guðrún Gísladóttir framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar Vesturlands vinni með hópnum.
17.Grunnskólar - boð OR á leiksýningu
1001119
Tillaga í bæjarráð í dag:
Bæjarráð Akraness samþykkir í framhaldi af boði Orkuveitu Reykjavíkur á leiksýninguna Bláa gullið fyrir 4. og 5. bekk grunnskólanna á Akranesi að veita kr: 200.000 vegna ferðakostnaðar.
Afgreiðslu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og samþykktar bæjarstjórnar.
18.Hvalfjarðarsveit - aðalskipulag
904138
Bæjarráð telur að inn í aðalskipulagið vanti áherslu um þverun Grunnafjarðar. Í stefnumótun til framtíðar ætti að gera ráð fyrir veglínu í samræmi við ályktanir SSV og ítrekaðar umsagnir sveitarstjórna Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um málið.
Bókun Rúnar:
Grunnafjörður er friðaður og eitt þriggja Ramsasvæða á Íslandi. Hin svæðin 2 eru Mývatn og Þjórsárver. Ramsarsáttmálinn er alþjóðlegur sáttmáli um vernd votlendis. Vegur um Grunnafjörð gæti valdið miklum náttúruspjöllum. Vegur yfir ósinn við Hvítanes er varasamur nema full vatnsskipti séu tryggð á milli sjávarfalla til að ekki hljótist skaði af.
19.Samstarfssamningur um íþrótta- og æskulýðsmál - drög að samningi milli Akraness og Borgarbyggðar.
1001024
Bæjarráð vísar erindinu/samningsdrögunum til umsagnar Framkvæmdaráðs sem hefur málefnið á sínu forræði. Bæjarráð óskar einnig umsagnar Fjölskylduráðs og aðalstjórnar IA.
20.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur v. vélaskemmu
1001061
Bæjarráð samþykkir að boða bréfritara til fundar.
21.Byggingarstig - upplýsingar
1001047
Bæjarstjóri hefur þegar svarað erindinu samkv. framlögðum gögnum.
22.Höfði - Framlag sveitarfélaga vegna byggingarlána (langtímalána)
811153
Lagt fram.
23.Könnun meðal kjósenda
1001045
Lagt fram.
24.Skagaver - uppgjör framkvæmda.
903119
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn lögmanns Landslaga varðandi erindið og vísar að öðru leyti til fyrirliggjandi umsagnar framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.
25.Styrkbeiðni - Lagfæring á gæðingavelli á Æðarodda.
911094
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
26.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009
908018
Bæjarráð vísar til þess að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 var samþykkt 12. jan. s.l. og þau atriði sem um er að ræða voru felld að áætluninni.
27.Kosningar til Alþingis - kostnaður sveitarfélaga.
1001053
Bæjarráð staðfestir svar bæjarstjóra enda falli ekki kostnaður á Akraneskaupstað vegna framkvæmdar kosninga umfram greidda hlutdeild af hálfu ríkisins.
28.Þjóðvegir við Akranes
1001046
Bæjarráð ítrekar áherslu sína á nauðsyn þess að tryggja öryggi vegfarenda í samræmi við athugasemdir sem hér er fjallað um.
29.Baugalundur 22, umsókn um lóð.
1001025
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar og hvetur til þess að vinnu starfshóps um ,,kynningu á kostum Akraness sem byggingarsvæðis" verði hraðað.
30.Hundahald - gjaldskrárbreyting 2010.
1001062
Bæjarráð samþykkir tillöguna í samræmi við samþykkt fjárhagsáætlunar og að breytingin verði auglýst í Stjórnartíðindum.
31.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu fyrir sitt leyti en vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
32.Hundaskóli - skilyrði
1001063
Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu til bæjarstjórnar en samþykkir tillögu um breytingar fyrir sitt leyti.
33.Strætisvagn Akraness
908106
Lagt fram.
Fundi slitið.
Afgreiðslu frestað.