Fara í efni  

Bæjarráð

3064. fundur 12. febrúar 2010 kl. 15:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gunnar Sigurðsson starfandi bæjarstjóri
Dagskrá

1.Menningarsamningur - endurnýjun

1002041

Bréf Hrefnu B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra dags. 4. febrúar 2010. Meðfylgjandi eru drög að nýjum menningarsamningi Menningarráðs Vesturlands.
Jón Pálmi Pálsson mætti á fundinn.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

2.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2010.

911090

Bréf Elísabetar Haraldsdóttur menningarfulltrúa dags. 4. febrúar 2010. Hjálögð er fjárhagsáætlun, fundargerð fyrsta fundar 2010 og ársreikningur 2009.

Lagt fram.

3.Háhiti ehf.

1002162

Stofnun félags um framleiðslu á vöru sem hönnuð er til kerfóðrunar álvera.
Tillaga að stjórn:
Sturlaugur Sturlaugsson formaður,
Þórður Þ. Þórðarson,
Karen Jónsdóttir,
Ragnar M. Ragnarsson og
Karítas Jónsdóttir.

Bæjarráð samþykkir stofnun og skipan í stjórn Háhita ehf. og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar og fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

4.Bæjarlistamenn - úthlutun starfsstyrks.

911015

Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og skartgripahönnuður var þriðjudaginn 9. febrúar s.l. útnefnd bæjarlistamaður Akraness árið 2010.

Lagt fram.

5.Frumkvöðull Vesturlands 2009

1002160

Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 9. febrúar 2010 vegna tilnefningar á Frumkvöðli Vesturlands 2009.


Bæjarráð óskar eftir tilnefningum frá Akranesstofu fyrir 19. febrúar 2010.

6.Félag hundaeigenda á Akranesi

1002158

Bréf Snorra Guðmundssonar og Sigrúnar Ríkharðsdóttur dags. 8. febrúar 2010 f.h. félags hundaeigenda á Akranesi. Óskað er eftir samstarfi við bæjaryfirvöld um málefni hunda og eigenda þeirra.

Bæjarráð þakkar gott bréf og vísar erindinu til Framkvæmdastofu.

7.Lán Akraneskaupstaðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga - birting upplýsinga

1002033

Bréf lánasjóðs sveitarfélaga dags. 24. janúar 2010 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.


Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

8.Rekstraruppgjör - Framkvæmdastofu

906141

Bréf framkvæmdastjóra dags. 3. febrúar 2010, ásamt rekstraryfirliti 1/1-31/12 2009.

Lagt fram.

9.Málefni fatlaðra flutningur yfir til sveitarfélaga

905030

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2010 þar sem boðað er til vinnufundar um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarafélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til verkefnisstjórnar um málefna fatlaðra.

10.Strætisvagn Akraness

908106

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 12. febrúar 2010. Óskað er eftir að einni ferð verði bætt við áætlun strætisvagns síðdegis.



Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu framkvæmdina.

11.Fab Lab - tilraunastofa

1001073

Bæjarráð samþykkir að heildarfjárveiting ársins 2010 til verkefnisins "Fab Lab tilraunastofa" verði kr.7.000.000.-

12.Hundaleyfi 141 og 162. - Afturköllun

1001120

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 12.2.2010 þar sem lagst er gegn því að framlengja hundaleyfi nr.141 og 162.

Bæjarráð vísar framkvæmd málsins til Framkvæmdastofu.

13.Fab Lab starfshópur - fundargerðir 2010

1002032

1.fundargerð starfshóps um Fab Lab.

Lögð fram.

14.Menningarráð - Fundargerðir 2010.

1002152

37. fundargerð Menningarráðs Vesturlands.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00